Taserbyssur sagðar hættulitlar Óli Tynes skrifar 21. nóvember 2007 14:58 Auglýsingamynd sem á að sýna hnífamann yfirbugaðan með Taser. Sagt skárri kostur en að skjóta hann til bana. Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar. Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar.
Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira