Morð skipulögð í Köln og Björgvin Guðjón Helgason skrifar 19. nóvember 2007 18:30 Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Lögreglan í Þýskalandi telur sig hafa komið í veg fyrir fjöldamorð í menntaskóla í Köln. Ódæðin átti að fremja á morgun. Annar hinna grunuðu svipti sig lífi eftir yfirheyrslur. Lögregla í Björgvin í Noregi handtók síðan ungan mann í dag, sem sett hafði áform um fjöldamorð þar á Internetið. Það var árvökull nemandi í Georg-Büchner menntaskólanum sem veitti því athygli að tveir samnemendur hans voru að skoða myndir tengdar ódæðunum í Columbine menntaskólanum í Colorado í Bandaríkjunum 1999 þegar tveir nemendur myrtu 23 samnemendur og einn kennara. Hann lét vita. Lögregla yfirheyrði drengina og þeim var síðan sleppt. Sá yngri - 17 ára - kastaði sér fyrir sporvagn skömmu síðar og svipti sig þannig lífi. Sá eldri - 18 ára - er nú í haldi lögreglu. Hann hefur viðurkennt að þeir hafi báðir viljað drepa og særa annað fólk og ætluðu síðan að svipta sig lífi. Loftbyssur, lásbogar og leiðbeiningar í sprengjusmíði voru meðal þess sem fannst heima hjá þeim. Önnur morðárás í evrópskum skóla mun hafa verið í undirbúningi í Noregi. Lögreglan í Askøy - nærri Björgvin - beið menntaskólanema þar í morgun og handtók hann um leið og hann steig út úr skólarútunni. Lögreglu og skólayfirvöldum hafði borist ábending frá konu á Englandi um myndband á vefnum Youtube þar sem sýnd var mynd af Erdal-menntaskólanum. Var það túlkuð sem hótun. Rækilega var leitað á öllum nemendum skólans og skápum þeirra. Hundar þefuðu eftir sprengiefni. Ekki er vitað með vissu hvort alvara var að baki hótuninni. Odd Dale, lögreglustjóri í Askøy, segir að þegar myndbandið hafi verið skoðað á vefnum og textinn gaf tilefni til að trúa að um hótun væri að ræða. Myndin hafi verið af Erdal skólanum og þetta hafi minnt á aðdraganda skólamorðanna í Tuusula í Finnlandi á dögunum. Þess vegna hafi allur varinn verið talinn góður.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira