Ég skar Crabb á háls Óli Tynes skrifar 16. nóvember 2007 15:07 Lionel Crabb kemur úr köfunarleiðangri. Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip. Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ein mesta ráðgáta kalda stríðsins hefur nú verið leyst. Kannski. Hver urðu örlög breska sjóliðsforingjans og froskkafarans Lionels Crabb? Hann hvarf árið 1956 þegar hann var að skoða skrokkinn á sovéska beitiskipinu Ordzhonikidze í höfninni í Portsmouth. Þangað hafði skipið flutt Nikita Kruschev, arftaka Jósefs Stalíns og fleiri háttsetta embættismenn, til viðræðna við bresk stjórnvöld. Mörgum mánuðum seinna fannst höfuð- og handalaust laust lík af froskmanni á floti undan ströndinni í grennd við Chichester. Þá var ekkert vitað hvað DNA var, en eftir mikla rannsókn var úrskurðað að líkið væri af Lionel Crabb. Lionel Crabb var 47 ára gamall þegar þetta gerðist. Hann hafði verið heiðraður fyrir framgöngu sína sem froskmaður í síðari heimsstyrjöldinni, en var hættur í flotanum þegar þetta gerðist. Breska leyniþjónustan MI6 fékk hann til þess að kafa við beitiskipið. Það var án vitundar ríkisstjórnarinnar og Sir Anthony Edens, sem þá var forsætisráðherra. Rússarnir sögðu að þeir hefðu séð til froskmanns við Ordzhonikidze og að það hefði verið njósnað um þá. Það fór auðvitað allt í háaloft og fundurinn rann út í sandinn. En Rússarnir sögðu bara að þeir hefðu séð til froskmanns. Þeir viðurkenndu ekkert annað. Ekki voru nærri allir vissir um að líkið sem fannst við Chichester hefði verið af Crabb. Miklar getgátur og samsæriskenningar fóru af stað. Meðal annars að Rússar hefðu rænt froskmanninum og haft hann með sér til Sovétríkjanna. Þar hefði hann verið heilaþveginn og snúið gegn Bretum. Í nýlegri rússneskri heimildarmynd er hinsvegar rætt við Eduard Koltsov sem var skipverji og froskmaður á Ordzhonikidze. Hann segist hafa skorið Crabb á háls með hnífi, sem hann sýndi kvikmyndagerðarfólkinu. "Ég var að synda í kringum skipið og sá útlínur froskmanns sem var að fikta við eitthvað á skipssíðunni, við skotfærageymsluna. Ég synti nær og sá að hann var að koma fyrir sprengju. Þá skar ég hann á háls." Koltsov, sem var 23 ára þegar þetta gerðist var síðar heiðraður með leynd fyrir framgöngu sína. Það er svosem ekki ástæða til þess að draga frásögn Koltsovs í efa. En það er frekar ólíklegt að hann hafi dregið réttar ályktanir á þessu dramatiska augnabliki. Það er varla hægt að ímynda sér að jafnvel áköfustu rússahöturum í MI6 hafi dottið í hug að sprengja upp rússneskt beitiskip í breskri höfn. Sem var að flytja þangað nýjan forsætisráðherra Rússlands, eða aðalritara kommúnistaflokksins eins og það hét í þá daga. Miklu líklegra er að Crabb hafi verið að koma fyrir hlerunarbúnaði, eða þá einfaldlega verið að skoða skrokk skipsins til þess að gá hvort þar væru einhverjar nýjungar að finna. Rússar voru uppfinningasamir í skipasmíði og voru til dæmis þjóða fyrstir til þess að setja bógskrúfur á skip.
Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira