Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 14:48 Chavez er af mörgum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Hann kann því illa. Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt. Innlent Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt.
Innlent Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira