Besta byrjun Boston í 20 ár 10. nóvember 2007 11:53 Lífið er ljúft í Boston þessa dagana eftir bestu byrjun liðsins í 20 ár. Það er ekki síst þessum þremur að þakka, þeim Ray Allen, Paul Pierce og Kevin Garnett NordicPhotos/GettyImages Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik. Boston lagði Atlanta 106-83 á heimavelli þar sem Kevin Garnett fór hamförum með 27 stigum og 19 fráköstum fyrir Boston og Paul Pierce skoraði 23 stig. Al Horford og Joe Johnson skoruðu 16 stig hvor fyrir Atlanta. Toronto lagði Philadelphia á útivelli 105-103. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið en Andre Iguodala skoraði 26 stig fyrir Philadelphia. Charlotte lagði Indiana 96-87 þar sem Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor skoraði 25 stig og hirti 23 fráköst, en Jermaine O´Neal skoraði 18 stig fyrir Indiana. Nash frábær Phoenix lagði Miami á útivelli 106-101 þar sem Steve Nash fór hamförum í fjórða leikhluta og tryggði gestunum sigurinn með því að skora 11 stig í röð á lokasprettinum. Þetta var fimmta tap Miami í jafnmörgum leikjum á leiktíðinni. Nash skoraði 30 stig og gaf 8 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði 17 stig og jafnaði persónulegt met með 24 fráköstum. Shaquille O´Neal skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami, Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar, Ricky Davis skoraði 21 stig og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Orlando lagði New York 112-102. Jameer Nelson skoraði 24 stig fyrir Orlando, Dwight Howard 22 og hirti 20 fráköst og Hedo Turkoglu og Rashard Lewis skoruðu 21 stig hvor. Zach Randolph skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir New York og þeir Quentin Richardson og Eddy Curry skoruðu 19 hvor. Orlando hefur unnið fimm af sex leikjum sínum til þessa - þar af alla fjóra á útivelli. Yi og Yao brugðust ekki 200 milljónum landa sinna í nóttNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann sannfærandi útisigur á New Orleans 97-85 þar sem Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en Chris Paul 17 fyrir New Orleans. Detroit færði LA Clippers fyrsta tapið í vetur með 103-79 sigri á heimavelli, Chris Kaman skoraði 25 stig fyrir Clippers en Chauncey Billups 23 fyrir Detroit. Denver vann stórsigur á Washington á útivelli 118-92. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Caron Butler 21 fyrir Washington. Yao vann einvígi Kínverjanna Houston lagði Milwaukee heima 104-88 í leik sem um 200 milljónir Kínverja fylgdust með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Yao Ming brást ekki löndum sínum og skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst, en Michael Redd setti 26 stig fyrir gestina. Portland lagði Memphis 110-98 með 30 stigum og 10 fráköstum frá LeMarcus Aldridge og 22 stigum frá Brandon Roy. Rudy Gay skoraði 31 stig fyrir Memphis og Pau Gasol 19. Minnesota og Seattle án sigurs LA Lakers vann 107-93 sigur á Minnesota þ.ar sem Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers en Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota sem hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Cleveland vann nauman útisigur á Sacramento á útivelli 93-91 þar sem 26 stig frá LeBron James tryggðu Cleveland sigurinn. Kevin Martin skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Loks vann Utah nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Andrei Kirileniko varði skot nýliðans Kevin Durant í restina sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 22 af 27 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik og hirti auk þess 15 fráköst, Deron Williams skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar og Kirilenko skoraði 10 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Kevin Durant var stigahæstur hjá Seattle með 20 stig og nýliðinn Jeff Green 19, en þetta var sjötta tap Seattle í upphafi leiktíðar sem er metjöfnun hjá félaginu sem gæti verið á sínu síðasta tímabili í Seattle. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston Celtics vann fjórða leik sinn í röð í upphafi leiktíðar og hefur ekki byrjað betur í 20 ár. Þá fór Steve Nash á kostum og tryggði Phoenix góðan útisigur á Miami sem enn hefur ekki unnið leik. Boston lagði Atlanta 106-83 á heimavelli þar sem Kevin Garnett fór hamförum með 27 stigum og 19 fráköstum fyrir Boston og Paul Pierce skoraði 23 stig. Al Horford og Joe Johnson skoruðu 16 stig hvor fyrir Atlanta. Toronto lagði Philadelphia á útivelli 105-103. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið en Andre Iguodala skoraði 26 stig fyrir Philadelphia. Charlotte lagði Indiana 96-87 þar sem Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor skoraði 25 stig og hirti 23 fráköst, en Jermaine O´Neal skoraði 18 stig fyrir Indiana. Nash frábær Phoenix lagði Miami á útivelli 106-101 þar sem Steve Nash fór hamförum í fjórða leikhluta og tryggði gestunum sigurinn með því að skora 11 stig í röð á lokasprettinum. Þetta var fimmta tap Miami í jafnmörgum leikjum á leiktíðinni. Nash skoraði 30 stig og gaf 8 stoðsendingar og Shawn Marion skoraði 17 stig og jafnaði persónulegt met með 24 fráköstum. Shaquille O´Neal skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Miami, Jason Williams skoraði 21 stig og gaf 10 stoðsendingar, Ricky Davis skoraði 21 stig og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Orlando lagði New York 112-102. Jameer Nelson skoraði 24 stig fyrir Orlando, Dwight Howard 22 og hirti 20 fráköst og Hedo Turkoglu og Rashard Lewis skoruðu 21 stig hvor. Zach Randolph skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir New York og þeir Quentin Richardson og Eddy Curry skoruðu 19 hvor. Orlando hefur unnið fimm af sex leikjum sínum til þessa - þar af alla fjóra á útivelli. Yi og Yao brugðust ekki 200 milljónum landa sinna í nóttNordicPhotos/GettyImages San Antonio vann sannfærandi útisigur á New Orleans 97-85 þar sem Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en Chris Paul 17 fyrir New Orleans. Detroit færði LA Clippers fyrsta tapið í vetur með 103-79 sigri á heimavelli, Chris Kaman skoraði 25 stig fyrir Clippers en Chauncey Billups 23 fyrir Detroit. Denver vann stórsigur á Washington á útivelli 118-92. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver en Caron Butler 21 fyrir Washington. Yao vann einvígi Kínverjanna Houston lagði Milwaukee heima 104-88 í leik sem um 200 milljónir Kínverja fylgdust með í beinni útsendingu í sjónvarpi. Yao Ming brást ekki löndum sínum og skoraði 28 stig og hirti 10 fráköst, en Michael Redd setti 26 stig fyrir gestina. Portland lagði Memphis 110-98 með 30 stigum og 10 fráköstum frá LeMarcus Aldridge og 22 stigum frá Brandon Roy. Rudy Gay skoraði 31 stig fyrir Memphis og Pau Gasol 19. Minnesota og Seattle án sigurs LA Lakers vann 107-93 sigur á Minnesota þ.ar sem Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers en Al Jefferson skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota sem hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Cleveland vann nauman útisigur á Sacramento á útivelli 93-91 þar sem 26 stig frá LeBron James tryggðu Cleveland sigurinn. Kevin Martin skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Loks vann Utah nauman útisigur á Seattle 103-101 þar sem Andrei Kirileniko varði skot nýliðans Kevin Durant í restina sem hefði geta jafnað leikinn. Carlos Boozer skoraði 22 af 27 stigum sínum fyrir Utah í seinni hálfleik og hirti auk þess 15 fráköst, Deron Williams skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar og Kirilenko skoraði 10 stig, gaf 11 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Kevin Durant var stigahæstur hjá Seattle með 20 stig og nýliðinn Jeff Green 19, en þetta var sjötta tap Seattle í upphafi leiktíðar sem er metjöfnun hjá félaginu sem gæti verið á sínu síðasta tímabili í Seattle.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira