Dallas fékk uppreisn æru 9. nóvember 2007 09:14 Það var heitt í kolunum í Oakland í nótt og hér má sjá þá Devin Harris og Matt Barnes ögra hvor öðrum í leiknum. Barnes uppskar tæknivillu í þessum viðskiptum NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Sjá meira