Boston valtaði yfir Denver 8. nóvember 2007 09:38 Það er gaman í Boston þessa dagana og hér fagna þeir Kevin Garnett og Paul Pierce auðveldum sigri á Denver í nótt NordicPhotos/GettyImages Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst. NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira
Boston vann í nótt þriðja leik sinn í röð í NBA deildinni í körfubolta þegar liðið burstaði Denver 119-93 á heimavelli sínum. Alls voru níu leikir á dagskrá í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Þríeyki þeirra Boston manna fór mikinn í auðveldum sigri á Denver og hitti liðið úr 74% skota sinna í fyrri hálfleik. Paul Pierce skoraði 26 stig í leiknum og Ray Allen 22, en Kevin Garnett var besti maður vallarins og skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Allen Iverson var stigahæstur í arfaslöku Denverliði með 22 stig. LA Clippers heldur áfram mjög óvæntri byrjun sinni og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð í upphafi tímabils með því að skella Indiana á útivelli 104-89. Sam Cassell skoraði 35 stig fyrir Clippers og Chris Kaman hirti 22 fráköst, en Danny Granger skoraði 16 stig fyrir heimamenn. Phoenix lá í Atlanta Atlanta gerði sér lítið fyrir og lagði Phoenix á heimavelli sínum 105-96. Josh Smith skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Atlanta og Marvin Williams var með 20 stig og 12 fráköst. Steve Nash var góður í liði Phoenix með 34 stig og 11 stoðsendingar og hitti úr 7 af 10 þristum. Shawn Marion skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Það var einmitt í fráköstunum sem heimamenn skópu sigurinn með því að vinna baráttuna 56-40. Philadelphia rúllaði yfir Charlotte 94-63 og virðist lið Charlotte gjörsamlega heillum horfið eftir að leikstjórnandinn Raymond Felton meiddist á dögunum. Andre Iguodala skoraði 19 stig fyrir heimamenn en Roy Carroll setti 16 fyrir slaka gestina. Orlando lagði Toronto á útivelli 105-96 þar sem Hedo Turkoglu skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði einnig 24 stig, en Chris Bosh var bestur hjá Kanadaliðinu með 26 stig og 10 fráköst. Enn tapar Miami San Antonio færði Miami fjórða tapið í röð í deildinni með 88-78 sigri á heimavelli. Manu Ginobili skoraði 25 stig, hirti 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio en Shaquille O´Neal skoraði 17 stig fyrir Miami - sem hefur nú tapað 17 leikjum í röð í öllum keppnum. Seattle er enn án sigurs í deildarkeppninni og tapaði fimmta leiknum í röð í nótt. Seattle tapaði heima fyrir Memphis 105-98 þar sem Rudy Gay gerði 25 stig fyrir Memphis en Chris Wilcox setti 21 fyrir Seattle. Portland vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja New Orleans nokkuð óvænt 93-90 og var þetta jafnframt fyrsta tap New Orleans. David West átti stórleik hjá New Orleans og skoraði 34 stig og hirti 18 fráköst, en það dugði ekki til. Martell Webster og Jarrett Jack skoruðu 20 stig hvor fyrir Portland. Stórkostlegur leikur LeBron James dugði ekki Loks vann Utah dramatískan sigur á Cleveland 103-101 þar sem leikstjórnandinn Deron Williams tryggði heimamönnum sigur með sniðskoti rúmri sekúndu fyrir leikslok. Áður hafði LeBron James jafnað leikinn fyrir Cleveland með ótrúlegum þristi. James var besti maður vallarins og náði tröllaþrennu með 32 stigum, 15 fráköstum og 13 stoðsendingum. Paul Millsap var stigahæstur hjá Utah með 24 stig af bekknum og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst.
NBA Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Sjá meira