Neyðarlög í Pakistan Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 18:30 Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum. Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira