Neyðarlög í Pakistan Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 18:30 Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum. Erlent Fréttir Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira
Neyðarástandi var lýst yfir í Pakistan í dag. Musharraf forseti tók sér alræðisvald og skipti um forseta hæstréttar. Dómstóllinn á enn eftir að úrskurða um kjörgengi Musharrafs í síðustu kosningum. Benasír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, fór til Dúbaí í persónulegum erindagjörðum á fimmtudaginn, hálfum mánuði eftir að hún sneri heim úr átta ára sjálfskipaðri útlegð. Hún var hrædd um að Pervez Musharraf, forseti, setti neyðarlög meðan hún væri í burtu og sú varð raunin. Tilkynnt var í dag að hann hefði lýst yfir neyðarástandi og tekið sér alræðisvald. Þrátt fyrir það starfa ríkisstjórn og þing áfram. Tíðar árásir herskárra múslima og afskitpi dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu eru ástæður aðgerðanna. Hæstiréttur á eftir að skera úr um kjörgengi Musharraffs í forsetakosningum á þingi í síðasta mánuði. Tekist var á um hvort hann gæti boðið sig fram og haldið áfram að gegna embætti hæstráðanda hjá pakistanska hernum. Þrír dagar eru þar til kjörtímabili hans ljúki og nýtt tekur við og því stutt í úrskurð dómara. Hæstiréttur mun hafa neitað að samþykkja neyðarlög og var forseti hæstaréttar þá umsvifalaust rekinn og nýr skipaður í hans stað. Herinn umkringdi allar sjónvarps- og útvarpsstöðvar í landinu og slökkti á þeim einkareknu. Símasambandslaust er við stærstu borgir landsins. Margir voru handteknir. Stjórnmálaskýrendur segja forvitinlegt að sjá hvernig Búttó bregðist við þessu. Hún hafi snúið aftur í samvinnu við Musharraf en um leið boðað breytingar. Nú verði hún að ákveða hvort hún ætli að styðja forsetann eða taka sér stöðu með stjórnarandstöðunni og berjast gegn honum. Nú er óvíst hvort kosið verði til þings í janúar eins og áætlað var. Buttó ætlaði sér þá forsætisráðherraembættið. Búttó sneri aftur til Karachi í Pakistan eftir að fréttir bárust af sviptingum dagsins. Skothríð heyrðist í úthverfum borgarinnar og óttast margir að uppúr sjóði með ófyrirséðum afleiðingum.
Erlent Fréttir Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Sjá meira