Framtíð margra þekktustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna er í óvissu eftir að bandlag handritshöfunda í Hollywood samþykkti í gærkvöldi að boða til verkfalls á mánudag. Viðræður samningsaðila hafa siglt í strand og ólíklegt talið að verkfalli verði forðað.
Handritshöfundar krefjast þess að fá hærri höfundaréttargreiðslur af sölu DVD-diska og netsölu á efni. Fari allt á versta veg og verkfallið dragist á langinn verða engir nýir sjónvarpsþættir fáanlegir upp úr áramótum.
Verkfall handritshöfunda fyrir tæpum tveimur áratugum varði í tæpan mánuð. Það var dauðadómur yfir mörgum afar vinsælum sjónvarpsþáttum þess tíma sem náður sér ekki á strik og kveikjan að framleiðslu raunveruleikaþátta.