Tímarit fordæmt fyrir Madeleine háð Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. nóvember 2007 12:20 Kate McCann brotnaði saman í viðtali við spænska sjónvarpsstöð sem tekið var á heimili fjölskyldunnar í Rothley. MYND/AFP Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. Hreinsiefni er auglýst með andliti stúlkunnar og sagt tryggja að hægt sé að fjarlægja „öll verksummerki heimafyrir" og með notkuninni sé „enginn möguleiki á að ná DNA sýnum." Vinsæl súpa er kölluð Maddi eftir Madeleine og vinsælt súkkulaði er með mynd af andliti stúlkunnar í stað vanalega barnaandlitsins. Í auglýsingunni segir að eitt prósent söluhagnaðar renni til Alþjóðalögreglunnar Interpol. Vanvirðing við MadeleineClarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir auglýsinguna ekki bara sérlega særandi, heldur algjöra vanvirðingu við Madeleine. Tímaritið fékk ekki leyfi til að nota mynd stúlkunnar og lögmenn McCann hjónanna skoða nú málið. Haft er eftir Oliver Nagdel ritstjóra Titanic á fréttavef Sky að greinin væri ekki gagnrýni á McCann hjónin. Hún sé auk þess eingöngu ætluð þýskum lesendum. Madeleine hafi orðið þekktasta andlit heimsins og þess vegna rökrétt að nota ímynd hennar til að auglýsa vörur. Hann sagðist ekki leggja í vana sinn að afsaka greinar í blaðinu. „Við erum ekki að gera grín af barnshvarfinu sjálfu, heldur fjölmiðlum fyrir að gera svona mikið úr málinu." Madeleine McCann Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Kate og Gerry McCann hafa fordæmt "sérlega særandi" grein í þýsku háðtímariti um fjölmiðlafárið í tengslum við hvarf dóttur þeirra. Titanic tímaritið birti heila opnu í formi auglýsingar um ýmsar vörur sem kynntar eru á háðuglegan hátt með mynd af Madeleine. Hreinsiefni er auglýst með andliti stúlkunnar og sagt tryggja að hægt sé að fjarlægja „öll verksummerki heimafyrir" og með notkuninni sé „enginn möguleiki á að ná DNA sýnum." Vinsæl súpa er kölluð Maddi eftir Madeleine og vinsælt súkkulaði er með mynd af andliti stúlkunnar í stað vanalega barnaandlitsins. Í auglýsingunni segir að eitt prósent söluhagnaðar renni til Alþjóðalögreglunnar Interpol. Vanvirðing við MadeleineClarence Mitchell talsmaður McCann hjónanna segir auglýsinguna ekki bara sérlega særandi, heldur algjöra vanvirðingu við Madeleine. Tímaritið fékk ekki leyfi til að nota mynd stúlkunnar og lögmenn McCann hjónanna skoða nú málið. Haft er eftir Oliver Nagdel ritstjóra Titanic á fréttavef Sky að greinin væri ekki gagnrýni á McCann hjónin. Hún sé auk þess eingöngu ætluð þýskum lesendum. Madeleine hafi orðið þekktasta andlit heimsins og þess vegna rökrétt að nota ímynd hennar til að auglýsa vörur. Hann sagðist ekki leggja í vana sinn að afsaka greinar í blaðinu. „Við erum ekki að gera grín af barnshvarfinu sjálfu, heldur fjölmiðlum fyrir að gera svona mikið úr málinu."
Madeleine McCann Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira