Grunaður níðingur handtekinn Guðjón Helgason skrifar 19. október 2007 19:17 Grunaður barnaníðingur sem eftirlýstur hefur verið um allan heim í þrjú ár var handtekinn í Taílandi í dag. Það var aðstoð almennings um allan heim sem réð því að hægt var að hafa hendur í hári hans. Myndin af Christopher Paul Neil hefur farið um allan heim síðan sérfræðingar Alþjóðalögreglunar, Interpol, áttu við ljósmyndir af manni þar sem hann níddist á ungum drengjum. Andlit hans var afhjúpað og leitað upplýsinga um hver var á ferð. Nafnið fékkst nokkrum dögum síðar en ekki var vitað með vissu hvar kanadíski enskukennarinn Neil var niðurkominn - aðeins að hann færi huldu höfði í Taílandi. Neil, sem er 32 ára, var handtekinn í smábænum Nakhon Ratchasima, um tvö hundruð og fimmtíu kílómetrum norð-austur af Bangkok. Hann sýndi engan mótþróa. Lögregla fékk ábendingu um að Neil hefði sést í slagtogi við klæðskipting þar. Lögreglulið var sent að húsi sem þeir leigðu saman og þar var hann handtekinn. Pongsapat Pongchareon, talsmaður taílensku lögreglunnar, segir að þeir lögreglumenn sem hafi handtekið Neil hafi spurt hann til nafns og fengið rétt svar. Hann hafi síðan ekki viljað segja neitt um hvað hann væri að gera. Alþjóðalögreglan segir málið dæmi um það hversu nauðsynleg samvinna milli landa sé í málum sem þessum. Nick Moran hjá Interpol sagði það kaldhæðnislegt að ósk um hjálp hefði verið sett á internetið í ljósi þess að Neil eða einhver annar hefði sett þessar myndir á netið. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Grunaður barnaníðingur sem eftirlýstur hefur verið um allan heim í þrjú ár var handtekinn í Taílandi í dag. Það var aðstoð almennings um allan heim sem réð því að hægt var að hafa hendur í hári hans. Myndin af Christopher Paul Neil hefur farið um allan heim síðan sérfræðingar Alþjóðalögreglunar, Interpol, áttu við ljósmyndir af manni þar sem hann níddist á ungum drengjum. Andlit hans var afhjúpað og leitað upplýsinga um hver var á ferð. Nafnið fékkst nokkrum dögum síðar en ekki var vitað með vissu hvar kanadíski enskukennarinn Neil var niðurkominn - aðeins að hann færi huldu höfði í Taílandi. Neil, sem er 32 ára, var handtekinn í smábænum Nakhon Ratchasima, um tvö hundruð og fimmtíu kílómetrum norð-austur af Bangkok. Hann sýndi engan mótþróa. Lögregla fékk ábendingu um að Neil hefði sést í slagtogi við klæðskipting þar. Lögreglulið var sent að húsi sem þeir leigðu saman og þar var hann handtekinn. Pongsapat Pongchareon, talsmaður taílensku lögreglunnar, segir að þeir lögreglumenn sem hafi handtekið Neil hafi spurt hann til nafns og fengið rétt svar. Hann hafi síðan ekki viljað segja neitt um hvað hann væri að gera. Alþjóðalögreglan segir málið dæmi um það hversu nauðsynleg samvinna milli landa sé í málum sem þessum. Nick Moran hjá Interpol sagði það kaldhæðnislegt að ósk um hjálp hefði verið sett á internetið í ljósi þess að Neil eða einhver annar hefði sett þessar myndir á netið.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira