Hún fór annars þannig fram að áttatíu þáttakendum var skipt í þrjá hópa. Notast var við tvær tegundir af kremi. Annarsvegar var "Chanel´s ultra correction restructuring anti-wrinkle cream" sem kostar um 7000 krónur dollan.
Hinsvegar var svo rakakremið Cosmea, úr apótekinu. Sem kostar um 500 krónur dollan. Einn hópurinn fékk Chanel kremið í Chanel dós. Annar hópurinn fékk Cosmea kremið en í dós frá Chanel. Þriðji hópurinn fékk Cosmea kremið í Cosmea dós.
Meðan á tilrauninni stóð fylltu þáttakendur út spurningaskema þar sem þeir lýstu upplifun sinni með kremið. Niðurstaðan með bæði kremin var að þau ynnu ekki á hrukkum. Húðin á þeim sem notuðu Cosmea kremið var hinsvegar ívið mýkri en á þeim sem notuðu Chanel.
Ástæðuna sögðu rannsakendur vera þá að þeir hefðu fengið meiri raka. Bestu heildarupplifunina fengu þeir sem notuðu Cosmea kremið í Chanel dósinni.