Friður með formönnunum 15. október 2007 10:53 Ég hef fengið afskaplega jákvæð viðbrögð á fyrsta þátt minn af Mannamáli sem hóf göngu sína á sunnudagskvöld. Mest um vert fannst mér að fá forsætisráðherra og utanríkisráðherra saman í sjónvarpssal til að fara yfir stjórnmálastandið - og er þar af nógu að taka þessa dagana. Mér fannst athyglisvert hvað þau tala af mikilli yfirvegun og virðingu hvort fyrir öðru. Það hefur augljóslega myndast mikið traust á milli þessara tveggja fyrrum höfuðandstæðinga í íslenskum stjórnmálum. Það er með þeim pólitískur hjónasvipur og greinilegt að þeim líður vel í návist hvor annars. Það er nýstárlegt. Ingibjörg Sólrún hefur að einhverju leyti skipt um ham. Harða ákveðnin og alvörugefnin er á undanhaldi og afslöppuð yfirsýn á framvindu mála hefur tekið við. Það haggar ekkert Geir, ekki einu sinni afhroðið í borgarastjórn. Hann er einstaklega yfirvegaður maður sem heldur aftur af sér og lætur ekki teyma sig út á hálan ís í yfirlýsingagleðinni. Hann er að því leyti allt öðruvísi foringi en fyrirrennari hans; stilltur mjög og dæmir menn og málefni af yfirvegun. Ítarlegt samtal mitt við þessa forkólfa stjórnarflokkanna sýnir umfram allt að þau ætla sér að tjalda til meira en einnar nætur í pólitík. Mér sýnist það rétt greining hjá Ólafi Stephensen ritstjóra sem settist hjá mér eftir viðtalið við formennina að þessir að mörgu leyti ólíku flokkar hafi náð trúnaði hvor annars og hafi tekið allan vafa af um að þeir geti stjórnað saman í sátt um áraraðir. Spurning hvort það setji ekki hroll að stjórnarandstöðunni; þeim tuttugu manna klúbbi sem má sín lítils gegn 43 manna meirilhutanum. Mér sýnist mikill fjöldi hafa horft á þáttinn; altént brann skiptiborðið yfir þegar þættinum var óvart læst um miðbikið sem skrifast á Vodafone sem þar ruglaðist í ríminu. Þetta skal ekki koma fyrir aftur. Mannamál á ekki að kosta þjóðina krónu; hvorki afnotagjöld né áskrift. Sjáumst næsta sunnudagskvöld - órugluð. -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Ég hef fengið afskaplega jákvæð viðbrögð á fyrsta þátt minn af Mannamáli sem hóf göngu sína á sunnudagskvöld. Mest um vert fannst mér að fá forsætisráðherra og utanríkisráðherra saman í sjónvarpssal til að fara yfir stjórnmálastandið - og er þar af nógu að taka þessa dagana. Mér fannst athyglisvert hvað þau tala af mikilli yfirvegun og virðingu hvort fyrir öðru. Það hefur augljóslega myndast mikið traust á milli þessara tveggja fyrrum höfuðandstæðinga í íslenskum stjórnmálum. Það er með þeim pólitískur hjónasvipur og greinilegt að þeim líður vel í návist hvor annars. Það er nýstárlegt. Ingibjörg Sólrún hefur að einhverju leyti skipt um ham. Harða ákveðnin og alvörugefnin er á undanhaldi og afslöppuð yfirsýn á framvindu mála hefur tekið við. Það haggar ekkert Geir, ekki einu sinni afhroðið í borgarastjórn. Hann er einstaklega yfirvegaður maður sem heldur aftur af sér og lætur ekki teyma sig út á hálan ís í yfirlýsingagleðinni. Hann er að því leyti allt öðruvísi foringi en fyrirrennari hans; stilltur mjög og dæmir menn og málefni af yfirvegun. Ítarlegt samtal mitt við þessa forkólfa stjórnarflokkanna sýnir umfram allt að þau ætla sér að tjalda til meira en einnar nætur í pólitík. Mér sýnist það rétt greining hjá Ólafi Stephensen ritstjóra sem settist hjá mér eftir viðtalið við formennina að þessir að mörgu leyti ólíku flokkar hafi náð trúnaði hvor annars og hafi tekið allan vafa af um að þeir geti stjórnað saman í sátt um áraraðir. Spurning hvort það setji ekki hroll að stjórnarandstöðunni; þeim tuttugu manna klúbbi sem má sín lítils gegn 43 manna meirilhutanum. Mér sýnist mikill fjöldi hafa horft á þáttinn; altént brann skiptiborðið yfir þegar þættinum var óvart læst um miðbikið sem skrifast á Vodafone sem þar ruglaðist í ríminu. Þetta skal ekki koma fyrir aftur. Mannamál á ekki að kosta þjóðina krónu; hvorki afnotagjöld né áskrift. Sjáumst næsta sunnudagskvöld - órugluð. -SER.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun