Fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar Guðjón Helgason skrifar 12. október 2007 12:52 Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fagnar ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, og alþjóðlegri nefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál friðarverðlaun Nóbels þetta árið. Verðlaunin fá Gore og nefndin fyrir framlag sitt í loftlagsmálum. Tilkynnt var um hver hreppti verðlaunin þetta árið í Ósló í Noregi í morgun. Verðlaunaféð er jafnvirði níutíu milljóna króna og skiptist jafnt milli Gore og nefndarinnar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Ósló tíunda desember næstkomandi. Aðrir sem komu til greina í valinu á friðarverðlaunahafanum þetta árið voru Evrópusambandið, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, og pólska konan Irena Sendler sem bjargaði gyðingabörnum í síðari heimstyrjöld. Í áliti nóbelsnefndarinnar segir að Gore og nefnd Sameinuðu þjóðanna fái verðlaunin fyrir að auka við þekkingu manna um hvaða áhrif verk þeirra hafi á loftslagsbreytingar. Gore hafi vakið athygli á vandanum með ýsmum hætti - meðal annars með kvikmyndinni Óþægilegur sannleikur sem var valin besta heimildamyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrr á þessu ári. Gore segir í yfirlýsingu að hann sé hrærður. Hann ætlar að gefa allt verðlaunafé sitt til baráttusamtaka gegn loftslagsbreytingum. Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, var heiðursgestur á Umhverfisþingi í Reykjavík í morgun. Hann segir þetta merkan dag fyrir Sameinuðu þjóðirnar, Al Gore og ekki síst þau öfl í heiminum sem hafi tekið höndum saman í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Margir vilja Al Gore í forsetaframboð á næsta ári en eins og flestir vita fékk hann ekki lyklana að Hvíta húsinu eftir kosningarnar 2000. Hópur áhugasamra um framboð hans hefur verið stofnaður og birti heilsíðu auglýsingu í New York Times í fyrradag til að hvetja hann í slaginn. Sú barátta fær nú án efa byr undir báða vængi.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira