Pavel útskrifaður af sjúkrahúsi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 16:05 Pavel Ermolinskij hefur lengi þótt meðal efnilegustu og bestu körfuboltamanna landsins. Mynd/Róbert Pavel Ermolinskij var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að lunga hans féll saman á æfingu í síðustu viku. Hann leikur með spænska B-deildarliðinu CB Huelva þar sem hann er á láni frá úrvalsdeildarliðinu Unicaja. „Þetta gerðist á æfingu á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá fékk ég högg á brjóstkassann og fór rifbein í annað lungað þannig að það féll saman," sagði Pavel í samtali við Vísi í dag. „Þetta var mjög sársaukafullt. Ég átt erfitt með að anda og gat ekki staðið uppréttur. Ég vissi strax að þetta væri eitthvað alvarlegt og var ég fluttur upp á sjúkrahús." Eftir að röntgenmynd var tekin af honum var ákveðið að framkvæma bráðaaðgerð. „Ég fór beint í aðgerð, enn sveittur og í körfuboltaskónum. Eftir það var ég á sjúkrahúsinu í viku þar sem það var sett rör í brjóstkassann til að ná út lofti og blóði." Hann segir að hann muni á næstunni gangast undir ýmisar skoðanir og þá muni framhaldið koma betur í ljós. Hann á þó von á því að hann geti byrjað að æfa á nýjan leik eftir 2-3 vikur. „Höggið var í sjálfu sér ekkert svo þungt og það brotnuðu ekki nein rifbein. Hann hefur bara hitt mig svona vel." Huelva hefur byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Pavel segir hins vegar að honum hefur gengið fremur illa til þessa. „Á undirbúningstímabilinu átti ég við meiðsli að stríða og náði aldrei að æfa meira en 3-4 daga í röð. Ég hef því ekki náð að koma mér nógu vel inn í liðið. En ég er nokkuð viss um að ég fái mín tækifæri þegar ég verð orðinn leikfær á ný." Annar Íslendingur er á mála hjá Huelva, Damon Johnson. „Damon hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið aðalmaðurinn í þessum tveimur sigurleikjum og hefur í raun tekið að sér stöðu leiðtoga í liðinu." Pavel kvartar þó ekki undan dvölinni, þvert á móti. „Þetta er mjög fínn klúbbur og mér líður vel hér." Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Pavel Ermolinskij var í gær útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að lunga hans féll saman á æfingu í síðustu viku. Hann leikur með spænska B-deildarliðinu CB Huelva þar sem hann er á láni frá úrvalsdeildarliðinu Unicaja. „Þetta gerðist á æfingu á þriðjudaginn í síðustu viku. Þá fékk ég högg á brjóstkassann og fór rifbein í annað lungað þannig að það féll saman," sagði Pavel í samtali við Vísi í dag. „Þetta var mjög sársaukafullt. Ég átt erfitt með að anda og gat ekki staðið uppréttur. Ég vissi strax að þetta væri eitthvað alvarlegt og var ég fluttur upp á sjúkrahús." Eftir að röntgenmynd var tekin af honum var ákveðið að framkvæma bráðaaðgerð. „Ég fór beint í aðgerð, enn sveittur og í körfuboltaskónum. Eftir það var ég á sjúkrahúsinu í viku þar sem það var sett rör í brjóstkassann til að ná út lofti og blóði." Hann segir að hann muni á næstunni gangast undir ýmisar skoðanir og þá muni framhaldið koma betur í ljós. Hann á þó von á því að hann geti byrjað að æfa á nýjan leik eftir 2-3 vikur. „Höggið var í sjálfu sér ekkert svo þungt og það brotnuðu ekki nein rifbein. Hann hefur bara hitt mig svona vel." Huelva hefur byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Pavel segir hins vegar að honum hefur gengið fremur illa til þessa. „Á undirbúningstímabilinu átti ég við meiðsli að stríða og náði aldrei að æfa meira en 3-4 daga í röð. Ég hef því ekki náð að koma mér nógu vel inn í liðið. En ég er nokkuð viss um að ég fái mín tækifæri þegar ég verð orðinn leikfær á ný." Annar Íslendingur er á mála hjá Huelva, Damon Johnson. „Damon hefur gengið mjög vel. Hann hefur verið aðalmaðurinn í þessum tveimur sigurleikjum og hefur í raun tekið að sér stöðu leiðtoga í liðinu." Pavel kvartar þó ekki undan dvölinni, þvert á móti. „Þetta er mjög fínn klúbbur og mér líður vel hér."
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira