Jeff Green tekur við Hetti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. október 2007 11:18 Hattarmönnum er fullalvara með ráðningu Green. Nordic Photos / Getty Images Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti. Þetta staðfestir Eymundur Sigurðsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hattar. Jeff Green mun koma til landsins í kvöld en tveir leikmenn koma einnig með honum, Ben Hill og Everard Bartlett. Hattarmenn hafa ekki náð sér á strik undanfarið og unnu aðeins tvo leiki af fjórtán á síðasta tímabili í 1. deildinni. Árið 2006 féll liðið úr úrvalsdeild karla en þá vann liðið þrjá leiki af 22 og endaði í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er virkilega spenntur,“ sagði Green í viðtali við ný-sjálenskan fréttamiðil. „Þetta er alveg nýtt og öðruvísi. Þetta er góð áskorun. Auðvitað er staða liðsins ekki góð en um það snýst málið. Maður fær aldrei tækifæri með liði sem hefur unnið allt. Eina ástæðan fyrir því að félag vill ráða nýjan þjálfara er að bæta gengið.“ Ferill Green í Nýja-Sjálandi er ansi skrautlegur. Hann hefur náð góðum árangri í heimalandi sínu en hefur til að mynda þurft að hætta störfum hjá þarlendu félagi eftir að hafa lent í útistöðum við framkvæmdarstjóra félagsins vegna hegðunar sinnar. Hann hefur í ófá skipti fengið sektir fyrir brjálæðisköst sín á hliðarlínunni. Í ágúst síðastliðnum var hann sektaður um 500 dollara fyrir að láta dómara heyra það í miðjum leik. Ben Hill er 28 ára framherji sem er með breskt vegabréf og telst því sem Bosman-leikmaður. Hann var nýverið valinn í nýsjálenska landsliðið. Bartlett er 21 árs bakvörður sem þykir mikið efni. Hann er duglegur að skora og fór mikinn í háskólaboltanum á Nýja-Sjálandi á síðasta tímabili. Hann þykir hins vegar einnig skapmikill leikmaður en hefur lagast þó að undanförnu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira