Niðurrif kjarnorkuvinnslustöðvarinnar í Sellafield á Englandi hófst í dag. Tveir 88 metra háir vatnskæliturnar voru felldir með töluverðu sprengiefni.
Turnarnir voru teknir í notkun 17. október 1956, fyrir rétt tæplega 51 ári. Það var Elísabet önnur Englandsdrottning sem vígði þá.
62 byggingar og mannvirki eru á Sellafield svæðinu sem er rúmlega 400 þúsund ferkílómetrar að stærð. Áætlað er að lokun og niðurrif í Sellafield taki hátt í heila öld, en íslensk stjórnvöld hafa marg sinnis lýst yfir áhyggjum af geislamengun frá stöðinni.