Spútnik fimmtíu ára Óli Tynes skrifar 19. september 2007 11:26 Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta
Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira