Spútnik fimmtíu ára Óli Tynes skrifar 19. september 2007 11:26 Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Fyrir fimmtíu árum greip um sig mikil skelfing í Bandaríkjunum vegna áttatíu og þriggja kílóa málmbolta. Risastórar fyrirsagnir í blöðunum voru eins og heimsendir væri í nánd. Í herstöðvum Bandaríkjanna víða um heim fengu allir skammbyssur sem þeir áttu að bera á sér dag og nótt. Ástæðan fyrir þessari skelfingu var sú að málmboltinn var á braut um jörðu. Og Rússar höfðu sent hann þangað. Málmboltinn var fyrsta geimfar sögunnar. Í þá daga var hann raunar kallaður gervihnöttur. Hann hét Spútnik, sem þýða má sem ferðafélagi eða förunautur. Spútnik 1 var skotið á loft 4. október árið 1957 og hann sendi frá sér hljóðmerki til jarðar. Þessum hljóðmerkjum var útvarpað á útvarpsstöðum um allan heim. Sá sem þetta skrifar man eftir því að hafa þá staðið ásamt fjölskyldu sinni úti á tröppum, tólf ára gamall, og horft á Spútnik sigla eins og örlítinn díl um stjörnubjartan himininn. Og í Ríkisútvarpinu hljómaði "Bleep bleep bleep." (Þið getið hlustað á þessi fimmtíu ára gömlu hljóðmerki með því að smella á tengil neðst í þessari grein.) Skelfingin í Bandaríkjunum var ekki síst vegna þess að fyrst Rússar höfðu smíðað nógu öfluga eldflaug til þess að senda gervihnött á braut um jörðu gátu þeir sent kjarnorkusprengjur sínar vítt og breitt um heiminn. Lyndon B. Johnson, sem þá var öldungadeildarþingmaður sagði að Rússar hefðu tekið risastórt stökk framúr Bandaríkjunum; "Brátt munu þeir varpa á okkur sprengjum úr geimnum, eins og krakkar sem kasta steinum í bíla ofan af göngubrúm." Allt þetta vegna málmkúlu á stærð við körfubolta. Eftir 22 daga kláruðust rafhlöðurnar í Spútnik og hljóðmerkin þögnuðu. Nokkrum vikum síðar dró aðdráttarafl jarðar hann inn í gufuhvolfið þar sem hann brann upp til agna. Mánuði síðar sendu Rússar upp Spútnik 2 og um borð í honum var tíkin Laika. Fyrsti geimhundur sögunnar. En þótt Rússar gætu sent gervihnetti á braut um jörðu höfðu þeir á þeim tíma ekki þekkingu til þess að ná þeim heilum til jarðar aftur. Laika greyið var því send út í opinn dauðann. Spútnik hleypti af stað gríðarlegu kapphlaupi milli Bandaríkjanna og Rússa. Í fyrstu gekk allt á afturfótunum hjá Bandaríkjamönnum. Þeir reyndu að ná forystunni með því að skjóta upp gervihnettinum Vanguard, sem var á stærð við greipaldin. En eldflaugin sprakk á skotpallinum. Það var hlegið að Bandaríkjamönnum og Vanguard var uppnefndur "Kaputnik." Rússar höfðu forystu í geimferðum lengi framanaf. Þeir sendu fyrsta geimfarann á braut um jörðu og fóru í fyrstu geimgönguna. Smám saman fóru þó Bandaríkjamenn að saxa á forskotið. John F. Kennedy sagði árið 1963 að það yrði stefna ríkisstjórnar sinnar að senda mann til tunglsins áður en áratugurinn væri liðinn. Það tókst og Bandaríkin eru ennþá eina þjóðin sem hefur sent menn til annarrar plánetu. Það breytist væntanlega um 2020. Bæði Bandaríkin, Kína, Indland og Japan stefna að mannaðri geimstöð á tunglinu fyrir þann tíma. Hilton hótelkeðjan sér fyrir sér 5000 herbergja hótel á tunglinu. Og menn stefna lengra út í geiminn. Bandaríska geimferðastofnunin vinnur nú að því að senda mannað geimfar til Mars. Eftir að Rússar töpuðu kappfluginu til tunglsins einbeittu þeir sér að smíði geimstöðva. Og kappflugið hefur breyst í samvinnu. Stærsta geimverkefni dagsins í dag er Alþjóðlega geimstöðin sem nú er á braut um jörðu. Bandaríkjamenn og Rússar byggðu hana í samvinnu við fjölmargar aðrar þjóðir. Það má því segja um Spútnik litla að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Hlusta
Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira