Kippi og töfratækin 17. september 2007 15:30 Guðmundur Vignir hefur komið víða við og auk þess að vera raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus er hann með BA-próf í guðfræði, 5. stig í söng og MA gráðu í hljóð- og myndlist sem hann nam í Hollandi. MYND/HÖRÐUR Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann. Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann.
Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp