Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Lögregla telji Kate McCann hafi af slysni gefið dóttur sinni of stóran skammt af róandi svefnlyfi og síðan falið lík hennar. McCann-hjónin séu bæði læknar með greiðan aðgang að ýmsum lyfjum.
Nú í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf. Saksóknari í Portúgal fær gögn lögreglu í málinu í dag og ákveður svo hvort ákært verði.
Öll spjót beinast að móður Madeleine
Guðjón Helgason skrifar