Austurríkismenn hafa yfir 41-39 gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í b-deild Evrópumótsins. Íslensku leikmennirnir hafa flestir hverjir verið ískaldir í sóknarleiknum til að byrja með og hafa verið undir nær allan fyrri hálfleikinn.
Jakob Sigurðarson er stigahæstur í íslenska liðinu með 12 stig og hefur auk þess hirt 6 fráköst og gefið 3 stoðsendingar. Fannar Ólafsson er með 8 stig og þeir Magnús Gunnarsson, Þorleifur Ólafsson, Páll Axel Vilbergsson, Brenton Birmingham, Helgi Magnússon og Logi Gunnarsson 3 stig hver.