Ég er svo ánægður að vera hérna uppá konunni minni Óli Tynes skrifar 31. ágúst 2007 14:26 Wong hafði ekki hugmynd um hvað vesturlandabúinn var að rugla. Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa. Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Stjórnmálamenn og stjórnarerindrekar þurfa að tjá sig í mörgum löndum. Það eru auðvitað töluð misjöfn tungumál í þessum löndum og það kemur fyrir að boðskapurinn brenglast í þýðingunni. Richard Woolcott sem stýrði ástralska utanríkisráðuneytinu í mörg ár rifjar upp skemmtilegar þýðingarvillur í endurminningum sem hann hefur skrifað um þetta tímabil. Það var til dæmis ástralski diplómatinn í París sem vildi skjalla franska gesti sína. Hann sagði þeim að þegar hann liti um öxl skiptist líf hans í diplómasíunni í tvennt. Það væru leiðinlegir staðir sem hann hefði verið sendur á....og svo París. Á sinni ágætu frönsku sagði hann; "Þegar ég lít á afturendann á mér sé ég að hann skiptist í tvennt." Woolcott rifjar upp þegar hann sjálfur flutti ræðu þegar hann var sendur til Palembang í Indónesíu. Woolcott sagði á ensku; "Fyrir mína hönd og eiginkonu minnar langar mig til að segja ykkir hvað ég er ánægður með að vera kominn hingað til Palembang." Eitthvað var túlkur hans ekki sterkur á svellinu því þýðing hans var á þessa leið; "Mig langar til að segja ykkur hvað ég er ánægður með að vera uppá konunni minni hér í Palembang." Kevin Rudd, leiðtogi ástralska verkamannaflokksins er rómaður tungumálamaður. Hann var þó ekki búinn að fullnema sig í kínversku þegar hann sagði í Peking; "Ástralía og Kína eru að njóta sameiginlegrar fullnægingar í samskiptum sínum." Richard Woolcott segir að stundum séu bestu þýðingarnar alls engar þýðingar. Eins og diplomatinn sem sagði langan brandara í veislu í Suður-Kóreu. Túlkurinn skildi ekkert í brandaranum. Engu að síður sagði hann nokkur orð í hátalarann. Og gestirnir veltust um af hlátri og klöppuðu ákaft. Diplomatinn hrósaði túlki sínum í hástert fyrir hæfnina en hann svaraði; "Í hreinskilni sagt ráðherra þá skildi ég ekki brandarann þinn. En ég sagði við fólkið á kóresku að ráðherrann hefði nú sagt skyldu-brandarann sinn. Og ég bað það um að hlæja hátt og innilega og klappa.
Best of Óli Tynes Erlent Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira