Brann lifandi með fjórum börnum sínum Óli Tynes skrifar 28. ágúst 2007 16:15 Eldar loga um allt Grikkland. Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni. Börn Athanasiu Paraskevapoulo voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Þegar eldarnir voru við það að umkringja Artemida þurfti Athanasia eins og þorpsbúar eitthundrað að ákveða hvort þeir skyldu reyna að flýja, eða halda kyrru fyrir og vona að eldarnir næðu ekki að húsi móður hennar. En eldarnir nálguðust bæinn hratt og skelfing greip um sig þegar fréttist að slökkviliðssveitir kæmust ekki til þeirra. Fjölmargir ákváðu þá að reyna að forða sér upp á eigin spýtur og bílalest lagði af stað úr bænum. Athanasia og börn hennar voru þar á meðal. Þegar kom að krossgötum varð fólkið að ákveða hvort það héldi áfram niður til nágrannabæjarins Zahora eða héldi upp fjallið. Það ákvað að fara niðureftir. Vegna reyks var skyggni lítið sem ekkert og þegar bílalestin var komin nokkra kílómetra niðureftir fjallinu lentu fremstu bílarnir í hörðum árekstri við slökkviliðsbíl sem var á leið til Artemida. Við áreksturinn valt slökkviliðsbíllinn þvert yfir veginn og lokaði honum. Fólkið átti þá ekki annarra úrkosta að flýja upp fjallið með eldana á eftir sér. Meðal fólksins var Athanasia. Hún komst ekki hratt yfir með börnin sín fjögur. Á laugardagsmorgun fundust kolbrunnin lík hennar og barnanna yst á bjargbrún. Börnin voru í faðmi móður sinnar. Alls fórust 24 þorpsbúar en þorpið þeirra slapp við eldana. Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Tugir manna hafa farist í skógareldunum í Grikklandi og margir eiga um sárt að binda. Sérstaklega þykir þó sorgleg saga 37 ára gamallar móður sem reyndi að flýja eldana ásamt fjórum börnum sínum. Hún átti heima í Aþenu en var í heimsókn hjá móður sinni í smáþorpinu Artemida sem er um 330 kílómetra suðvestur af höfuðborginni. Börn Athanasiu Paraskevapoulo voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Þegar eldarnir voru við það að umkringja Artemida þurfti Athanasia eins og þorpsbúar eitthundrað að ákveða hvort þeir skyldu reyna að flýja, eða halda kyrru fyrir og vona að eldarnir næðu ekki að húsi móður hennar. En eldarnir nálguðust bæinn hratt og skelfing greip um sig þegar fréttist að slökkviliðssveitir kæmust ekki til þeirra. Fjölmargir ákváðu þá að reyna að forða sér upp á eigin spýtur og bílalest lagði af stað úr bænum. Athanasia og börn hennar voru þar á meðal. Þegar kom að krossgötum varð fólkið að ákveða hvort það héldi áfram niður til nágrannabæjarins Zahora eða héldi upp fjallið. Það ákvað að fara niðureftir. Vegna reyks var skyggni lítið sem ekkert og þegar bílalestin var komin nokkra kílómetra niðureftir fjallinu lentu fremstu bílarnir í hörðum árekstri við slökkviliðsbíl sem var á leið til Artemida. Við áreksturinn valt slökkviliðsbíllinn þvert yfir veginn og lokaði honum. Fólkið átti þá ekki annarra úrkosta að flýja upp fjallið með eldana á eftir sér. Meðal fólksins var Athanasia. Hún komst ekki hratt yfir með börnin sín fjögur. Á laugardagsmorgun fundust kolbrunnin lík hennar og barnanna yst á bjargbrún. Börnin voru í faðmi móður sinnar. Alls fórust 24 þorpsbúar en þorpið þeirra slapp við eldana.
Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira