Tveir þýskir bræður hafa verið ákærðir annarsvegar fyrir nauðgun og hinsvegar þáttöku í nauðgun í heila tvo mánuði. Konan var kærasta yngri bróðurins sem efaðist um stærð sína og getu í bólinu. Hann vildi hinsvegar ekki missa kærustuna.
Hinn 26 ára gamli Manfred Schuh greip því til þess ráðs að fá eldri bróður sinn sem staðgengil í rúminu. Alltaf þegar hitnaði í kolunum vildi hann slökkva ljósin og hafa svarta myrkur í herberginu. Svo fór hann inn á baðherbergið þar sem eldri bróðirinn beið. Stóri bróðir fór svo inn til kærustunnar og beitti hana hvílubrögðum.
Þetta gekk ágætlega í tvo mánuði, en þá kveikti kærasta loks á náttlampanum.