Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 18:30 Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur. Erlent Fréttir Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn. Björgunarmenn hafa fundið að minnsta kosti fjörutíu og sex lík á þeim svæðum þar eldar hafa logað í Suður-Griklandi. Óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Verst er ástandið á Pelopsskaga. Skógereldarnir kviknuðu á Pelopsskaga í gærmorgun og hafa logað á nærri tvö hundruð stöðum síðan þá. Eldar hafa einnig kviknað á tveimur stöðum nærri Aþenu. Skógareldarnir eru sagðir þeir verstu sem geisað hafa í Grikklandi í áratugi. Eldarnir hafa breiðst hratt út og ekki hafa allir íbúar haft ráðrúm til að forða sér. Lík hafa fundist í brunnum bílum og á sviðnum engjum. Fólk sem hafði lagt á flótta en náði ekki að forða sér. Sumir hafa orðið innlyksa og hringt í sjónvarps- og útvarpsstöðvar til að biðja um hjálp sem ekki hefur verið hægt að veita. Björgunarmenn hafa reynt hvað þeir geta en erfiðlega gengið að hemja eldana. Vindasamt á sumum svæðum og hiti kæfandi, um og yfir fjörutíu stig. Sigrún Erna Óladóttir hefur búið á Grikklandi í þrjátíu ár. Hún sér reykinn frá eldunum en er í öruggu skjóli enn sem komið er. Hún segir að reykurinn hafi skyggt á sólina í dag og að Grikkir allir séu skelfingu lostnir. Frakkar, Norðmenn og Þjóðverjar hafa sent þyrlur og flugvélar sem notaðar verða við slökkvistarfið. Kostas Karamanlis, forsætisráðherra Grikklands, lýsti síðdegis yfir neyðarástandi í landinu. Í fyrstu var talið að eldarnir myndu einvörðungu valda vistfræðilegum hörmungum en ekki miklu manntjóni. Raunin hefur nú orðið önnur. Grikkir eru ævareiðir stjórnvöldum sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við hættunni. Fullvíst er talið að Karamanlis, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans verði refsað í þingkosningum eftir þrjár vikur.
Erlent Fréttir Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira