Dregur úr styrk Deans Guðjón Helgason skrifar 21. ágúst 2007 19:00 Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Fellibylurinn Dean skall á Júkatan skaga í Mexíkó í dag. Heldur dró úr veðurofsanum þegar bylurinn fór yfir land en óttast að hann sæki í sig veðrið þegar hann fer yfir Mexíkóflóa. Miðja fellibylsins náði landa á Júkatan-skaga í morgun - nærri landamærum Mexíkó og Belís - með ofsavindi og úrhellisrigningu. Rétt áður en hann skall á skaganum hafði Dean náð fimmta og efsta stigi Saffir-Simpson kvarðans og vindhraði því á bilinu 70 til 80 metrar á sekúndu. Til samanburðar má geta þess að mesti vindur sem mælst hefur hér á landi var 74,2 metrar á sekúndu, í þúsund metra hæð á Gagnheiðarhnjúki á Fjarðarheiði árið 1995 Fimmta stigs fellibylir eru sjaldgæfir og hafa aðeins þrír slíkir skollið á Bandaríkjunum frá því skráning hófst, síðast var það Katrín sem lagði New Orleans borg í rúst fyrir tveimur árum. Þegar Dean náði landi í morgun féll hann niður um þrjú stig á kvarðanum og var vindhraði þá 57 metrar á sekúndu. Sterkasta hviða sem mælst hefur í Reykjavík var 59,4 metrar á sekúndu árið 1942. Dean olli ekki eins mikilli eyðileggingu á ferðamannasvæðum á borð við Cancun og óttast var. Ferðamenn í Chetumal sögðu þó ástandið um tíma skelfilegt. Á nokkurra mínútna fresti hefði heyrst hvar rúður sprungu í húsum vegna veðurofsans. Þau svæði sem urðu verst úti eru nokkuð afskekkt og því ekki hægt að meta skemmdir að fullu fyrr en í kvöld eða á morgun í fyrsta lagi. Fátækt er mikil í þeim hluta landsins og hús því hrörlega byggð. Engar fréttir hafa borist af manntjóni. Minnst tólf hafa týnt lífi þar sem bylurinn hafði farið yfir á Karíbahafi áður en hann náði til Júkatan-skaga. Óttast er að Dean nái fjórða eða jafnvel fimmta stigi aftur þegar hann fer yfir Mexíkóflóa í átt að meginlandi Mexíkó. Bandaríska fellibyljastofnunin býst við að miklar rigningar verði á Júkatan-skaga, í Belís, Gvatemala og í Norður-Hondúras, það geti valdið flóðum og aurskriðum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira