Bíða eftir flugi frá Júkatan-skaga Guðjón Helgason skrifar 20. ágúst 2007 18:58 Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum. Mexíkóbúar, íbúar á Cayman-eyjum og Belísbúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean sæki í sig veðrið. Hann fór yfir suðurhluta Jamaíka í gær og morgun og voru skemmdir nokkuð minni en óttast var. Þrátt fyrir það hefur forsætisráðherra eyjunnar lýst yfir neyðarástandi næsta mánuðinn og óvíst hvort hægt verði að kjósa þign í næstu viku líst og áformað var. Bylurinn fer yfir norðurhluta Belís og skellur á strandhéruðum Mexíkó á Júkatan skaga. Hann fer síðan yfir Campache-flóa og Mexíkó flóa og ná landi í Tampico í Mexíkó. Óttast er að bylurinn nái fullum styrk innan sólahrings og vindhraði nærri sjötíu metrar á sekúndu. Íbúar búast við hinu versta en bylurinn hefur valdið minnst sex dauðsföllum á Karíbahafseyjum svo vitað sé. Tíu Íslendingar eru nú á Júkatan-skaga. Útskriftahópur frá Háskólanum á Bifröst. Bjarni Þórisson segir hópinn hafa farið frá Cancun í gær en þar sé óttast að bylurinn valdi miklum skemmdum og til Campache, hinu megin á skaganum. Hann segir þaðan stefnt á flug til Mexíkóborgar og síðan til New York. Allt flug sé þó bókað þannig að óvíst sé að það takist í tæka tíð. Bjarni segir utanríkisráðuneytið hafa aðstoðað hópinn. Hann segir Íslendingana ekki þekkja hættu sem þessa. Þeir hafi fengið að vita hjá innfæddum að þeir óttuðust að þetta yrði mikið ofsaveður. Þeir væru því að byrgja fyrir glugga og búa sig vel. Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu að tíu manna hópurinn væru einu Íslendingarnir sem hefðu haft samband vegna fellibylsins. Ekki væri vitað til þess að aðrir Íslendingar væru á svæðinu þar sem Dean hefði farið um eða ætti eftir að fara um. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Tíu Íslendingar bíða milli vonar og ótta um hvort þeir nái flugi frá Júkatan skaga nú þegar fellibylurinn Dean stefnir hraðbyri á Mexíkó. Íslendingarnir fóru frá Cancun í gær þar sem búist er við miklum veðurofsa. Óttast er að bylurinn nái mesta styrk áður en hann skellur á Mexíkó á næstu klukkustundum. Mexíkóbúar, íbúar á Cayman-eyjum og Belísbúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean sæki í sig veðrið. Hann fór yfir suðurhluta Jamaíka í gær og morgun og voru skemmdir nokkuð minni en óttast var. Þrátt fyrir það hefur forsætisráðherra eyjunnar lýst yfir neyðarástandi næsta mánuðinn og óvíst hvort hægt verði að kjósa þign í næstu viku líst og áformað var. Bylurinn fer yfir norðurhluta Belís og skellur á strandhéruðum Mexíkó á Júkatan skaga. Hann fer síðan yfir Campache-flóa og Mexíkó flóa og ná landi í Tampico í Mexíkó. Óttast er að bylurinn nái fullum styrk innan sólahrings og vindhraði nærri sjötíu metrar á sekúndu. Íbúar búast við hinu versta en bylurinn hefur valdið minnst sex dauðsföllum á Karíbahafseyjum svo vitað sé. Tíu Íslendingar eru nú á Júkatan-skaga. Útskriftahópur frá Háskólanum á Bifröst. Bjarni Þórisson segir hópinn hafa farið frá Cancun í gær en þar sé óttast að bylurinn valdi miklum skemmdum og til Campache, hinu megin á skaganum. Hann segir þaðan stefnt á flug til Mexíkóborgar og síðan til New York. Allt flug sé þó bókað þannig að óvíst sé að það takist í tæka tíð. Bjarni segir utanríkisráðuneytið hafa aðstoðað hópinn. Hann segir Íslendingana ekki þekkja hættu sem þessa. Þeir hafi fengið að vita hjá innfæddum að þeir óttuðust að þetta yrði mikið ofsaveður. Þeir væru því að byrgja fyrir glugga og búa sig vel. Þær upplýsingar fengust frá utanríkisráðuneytinu að tíu manna hópurinn væru einu Íslendingarnir sem hefðu haft samband vegna fellibylsins. Ekki væri vitað til þess að aðrir Íslendingar væru á svæðinu þar sem Dean hefði farið um eða ætti eftir að fara um.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira