Sjónvarpsstöðin Al Jazeera sýndi í dag myndband af þýskum manni sem Talibanar í Afganistan hafa í haldi. Samkvæmt sjónvarpsstöðinni fer Þjóðverjinn fram á að þýsk og bandarísk stjórnvöld dragi heri sína til baka frá Afganistan.
Á myndabandinu sést hvar byssu er beint að manninum sem stendur upp við klett. Hann sést tala en Al Jazeera lét hljóðið ekki fylgja myndskeiðinu.