Aulagangur CIA Óli Tynes skrifar 30. júlí 2007 15:37 Þekktur bandarískur blaðamaður við New York Times hefur skrifað bók um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, og fer háðuglegum orðum um ódugnað hennar. Tim Weiner segir að stofnunin sé svo léleg að hún sé ógn við öryggi Bandaríkjanna. Hann nefnir mörg dæmi. Weiner segir að bæði Kóreustríðið, fall Berlínarmúrsins og hryðjuverkaárásin á Bandaríkin árið 2001, hafi komið CIA í opna skjöldu. Sömu sögu var að segja um innrás Saddams Hussein í Kúveitárið 1990. Weiner segir að þá hafi Rolbert Gates, þáverandi yfirmaður CIA verið í fjölskylduboði. Einn gestanna spurði Gates hvað hann væri eiginlega að gera þar. "Hvað áttu við," spurði Gates. "Nú innrásina." "Hvaða innrás ?" spurði Gates, sem nú er varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Í bókinni sem heitir Legacy of Ashes segir Weiner frá því að í Kóreustríðinu hafi CIA haft 200 útsendara í Seoul en enginn þeirra talaði kóresku. Stöðvarstjórinn þar komst að þeirri niðurstöðu að allir kóreumennirnir sem þeir réðu sem uppljóstrara hefðu annaðhvort verið handbendi kommúnista eða bara skáldað skýrslur sínar. Þegar CIA sendi sinn fyrsta njósnara til Sovétríkjanna árið 1953 flekaði húshjálpin hann samstundis. Og þar sem hún var foringi í KGB voru þau ljósmynduð í rúminu, og myndirnar notaðar til að þvinga CIA manninn til samstarfs. Meðal bestu uppljóstrara CIA í Sovétríkjunum árið 1961 voru blaðasali og þakviðgerðarmaður. Það var því kannski ekki skrýtið að í skýrslu sinni það ár sagði leyniþjónustan að Rússar beindu 500 kjarnorkueldflaugum að Bandaríkjunum. Rétta talan var fjórar. CIA hefur afþakkað að tjá sig um bók Weiners. Erlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Þekktur bandarískur blaðamaður við New York Times hefur skrifað bók um bandarísku leyniþjónustuna, CIA, og fer háðuglegum orðum um ódugnað hennar. Tim Weiner segir að stofnunin sé svo léleg að hún sé ógn við öryggi Bandaríkjanna. Hann nefnir mörg dæmi. Weiner segir að bæði Kóreustríðið, fall Berlínarmúrsins og hryðjuverkaárásin á Bandaríkin árið 2001, hafi komið CIA í opna skjöldu. Sömu sögu var að segja um innrás Saddams Hussein í Kúveitárið 1990. Weiner segir að þá hafi Rolbert Gates, þáverandi yfirmaður CIA verið í fjölskylduboði. Einn gestanna spurði Gates hvað hann væri eiginlega að gera þar. "Hvað áttu við," spurði Gates. "Nú innrásina." "Hvaða innrás ?" spurði Gates, sem nú er varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Í bókinni sem heitir Legacy of Ashes segir Weiner frá því að í Kóreustríðinu hafi CIA haft 200 útsendara í Seoul en enginn þeirra talaði kóresku. Stöðvarstjórinn þar komst að þeirri niðurstöðu að allir kóreumennirnir sem þeir réðu sem uppljóstrara hefðu annaðhvort verið handbendi kommúnista eða bara skáldað skýrslur sínar. Þegar CIA sendi sinn fyrsta njósnara til Sovétríkjanna árið 1953 flekaði húshjálpin hann samstundis. Og þar sem hún var foringi í KGB voru þau ljósmynduð í rúminu, og myndirnar notaðar til að þvinga CIA manninn til samstarfs. Meðal bestu uppljóstrara CIA í Sovétríkjunum árið 1961 voru blaðasali og þakviðgerðarmaður. Það var því kannski ekki skrýtið að í skýrslu sinni það ár sagði leyniþjónustan að Rússar beindu 500 kjarnorkueldflaugum að Bandaríkjunum. Rétta talan var fjórar. CIA hefur afþakkað að tjá sig um bók Weiners.
Erlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira