Heimsótti skotgrafir fyrri heimsstyrjaldar 90 árum eftir að hafa barist þar Jónas Haraldsson skrifar 30. júlí 2007 10:50 Patch og van Emden á ferð um Belgíu. MYND/Vísir Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag. Erlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Síðasti eftirlifandi Bretinn sem barðist í skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar heimsótti nýverið staðinn þar sem fleiri en 250 þúsund breskir hermenn létu lífið fyrir 90 árum síðan. Harry Patch, 109 ára, fór til Belgíu til þess að minnast bardagans um þorpið Passchendaele. Hann minntist bæði fallinna félaga sem og Þjóðverja og sagði þá hafa þjáðst alveg jafnmikið. Minningarathafnir vegna bardagans hefjast á morgun. Patch var í fótgönguliði hertogans af Cornwall og var kallaður í herinn þegar hann var 18 ára. Hann var þá lærlingur hjá pípara. Hann særðist alvarlega í skotgröfunum þegar sprengja sprakk aðeins nokkra metra frá honum. Þrír bestu vinir hans létu lífið í sprengingunni. Patch ferðaðist um svæðið með sagnfræðingnum Richard van Emden, sem hefur skráð endurminningar hans. Saman fóru þeir um þær fimm mílur sem bandamenn börðust við Þjóðverja um. Bardaginn tók 99 daga. Patch sagði stríð ekki virði eins mannlífs. „Of margir féllu í valinn. Stríð er ekki virði eins lífs," sagði hann. „Stríð er úthugsuð og viðurkennd aðferð til þess að slátra saklausu fólki," bætti hann síðan við. Hann sagði Þjóðverja hafa þjáðst ekki síður en bandamenn. Talið er að fleiri en 260 þúsund Þjóðverjar hafi látið lífið í bardaganum um Passchendaele. Bardagans er ekki síst minnst vegna þeirrar gríðarlegu rigningar sem var á meðan barist var. Bæði menn og hestar drukknuðu í leðjunni. Breskar, kanadískar, ástralskar og suður-afrískar hersveitir börðust þar gegn hersveitum Þjóðverja. Fréttastofa BBC sagði frá þessu í dag.
Erlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira