Simpson frumsýnd á morgun Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. júlí 2007 10:34 Kvikmyndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd hér á landi á morgun. Sama dag verður einnig sýndur á Stöð 2 tímamótaþáttur - sá fjögurhundruðasti í röðinni. Til að fagna þessum áfanga var brugðið á það ráð að bjóða aðdáendum Simpsons 400. þáttinn með íslensku tali. Allir þeir sem talsettu myndina koma einnig að talsetningu þáttarins. Örn Árnason ljær Hómer rödd sína, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lisu. Jakob Þór Einarsson leikstýrði og Davíð Þór Jónsson þýddi. Íslenska útgáfan af 400. þætti Simpson fjölskyldunnar er á dagskrá Stöðvar 2 á morgun kl. 20.05 . Þátturinn verður svo sýndur á ensku viku síðar. Sýningar á 19. þáttaröðinni um Simpson fjölskylduna hefjast í september vestanhafs og nokkrum mánuðum síðar á Stöð 2. Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Kvikmyndin um Simpson fjölskylduna verður frumsýnd hér á landi á morgun. Sama dag verður einnig sýndur á Stöð 2 tímamótaþáttur - sá fjögurhundruðasti í röðinni. Til að fagna þessum áfanga var brugðið á það ráð að bjóða aðdáendum Simpsons 400. þáttinn með íslensku tali. Allir þeir sem talsettu myndina koma einnig að talsetningu þáttarins. Örn Árnason ljær Hómer rödd sína, Margrét Vilhjálmsdóttir talar fyrir Marge, Sigrún Edda Björnsdóttir fyrir Bart og Álfrún Örnólfsdóttir fyrir Lisu. Jakob Þór Einarsson leikstýrði og Davíð Þór Jónsson þýddi. Íslenska útgáfan af 400. þætti Simpson fjölskyldunnar er á dagskrá Stöðvar 2 á morgun kl. 20.05 . Þátturinn verður svo sýndur á ensku viku síðar. Sýningar á 19. þáttaröðinni um Simpson fjölskylduna hefjast í september vestanhafs og nokkrum mánuðum síðar á Stöð 2.
Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein