Fjölskyldur barnanna sem smituðust af HIV/AIDS í Líbýu hafa skorað á líbýsk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Búlgaríu, reka alla búlgarska ríkisborgara úr landi og hætta viðskiptum við búlgörsk fyrirtæki.
Þá sagði í yfirlýsingu sem kom frá þeim að heilbrigðisstarfsfólkið sem sýknað var ætti að vera handtekið á ný af Interpol og að það ætti að sitja af sér dóma sína. Einnig sagði að náðunin sannaði staðhæfingu Osama Bin Laden um að vesturlönd mætu líf músmlima lítils.