Ítalir rökræða stöðu kvenna í þjóðfélaginu Jónas Haraldsson skrifar 25. júlí 2007 10:50 Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum. Erlent Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Elisabetta CanalisMYND/Vísir Mikil umræða fer nú fram á Ítalíu um stöðu kvenna í þjóðfélaginu. Ímynd kvenna þar í landi snýst um kynþokka og að hafa laglegar línur. Sumar konur telja karlrembu vera vera ástæðuna en aðrar konur segja ekkert eðlilegra en að vera stoltar af líkama sínum. Smellið á „Spila" til þess að sjá myndbrot með fréttinni. Ítalir á Fiumicino flugvelli virðast ekki kippa sér mikið upp við gríðarstórt auglýsingaspjald, sem á er mynd af fáklæddri konu í svörtum brjóstahaldara, á meðan þeir biðu eftir flugum nú í sumar. Um auglýsingu fyrir ítalska undirfatafyrirtækið Intimissimi er að ræða og samkvæmt ítölskum stöðlum er auglýsingin allt að því hófsöm. Þeir tóku hins vegar eftir því þegar að breskt dagblað birti grein sem hét „Nakinn metnaður" sem hélt því fram að allt á Ítalíu snerist um stór brjóst og lögulega afturenda. Í henni sagði ennfremur að kynferðislegar ímyndir væru viðtekin venja og femínismi væri dauður. Með greininni voru tvær myndir. Annars vegar af frægri ítalskri stúlku, Elisabetta Canalis, þar sem hún er hálfnakin að auglýsa farsíma. Hins vegar var mynd af Ilariu d'Amico, íþróttafréttakonu á Ítalíu, íklæddri flegnum svörtum kjól og á textanum undir myndinni stóð að hún væri sífellt klædd á þann hátt í sjónvarpinu, umkringd karlmönnum í jakkafötum.Skiptar skoðanir meðal ítalskra kvennaIlaria d'Amico að störfum í knattspyrnuþætti sínum.MYND/VísirFjölmargar ítalskar konur segja að nú sé nóg komið og eitthvað verði að gera til þess að vega á móti karlrembunni. Lilli Gruber, fyrsti kvenkyns sjónvarpsþulurinn á Ítalíu og nú evrópuþingmaður (fyrsti viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi), segir að ástæðurnar fyrir ástandinu séu þær að skortur á reglugerðum og mikil karlmennska leiði til þess að konur haldi að þær geti komist áfram á því að notfæra sér líkama sína í stað þess að nýta gáfurnar. Alessia Merz, sem er kynnir í ítölskum sjónvarpsþætti segir hins vegar aðra sögu (annar viðmælandi á meðfylgjandi myndbandi). „Þegar þú kemur fram í sjónvarpi og ert falleg kona áttu ekki að þurfa að hylja þig frá toppi til táar og forðast að sýna línurnar, til þess að fela það að þú hafir falleg brjóst, eða að forðast það að vera í sundfötum svo að það sjáist ekki í lögulegan afturendann. Að sýna hvernig þú ert vaxin er ekki að hlutgera sig. Það þýðir einfaldlega að ég er falleg kona sem get leyft mér að sýna líkama minn." Á yfirborðinu virðist sem það sé það álit sem að flestir hafi. Ítölsk dagblöð og tímarit eru full af auglýsingum með fáklæddum og ögrandi klæddum konum. Jafnréttisráðherra Ítalíu, Barböru Pollastrini, blöskrar sú ímynd sem gefin er af ítölskum konum. Hún heldur því fram að ítalskar konur hafi náð stórstíga framförum á mörgum sviðum. Þá kennir hún karlmönnum, sem eru í meirihluta í ráðandi stöðum í ítölsku þjóðfélagi, um þá ímynd sem nú birtist alls staðar af ítölskum konum.
Erlent Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira