Lentu flugvél á þjóðvegi Óli Tynes skrifar 24. júlí 2007 13:00 Kennsluflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni var nauðlent á þjóðvegi í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær vegna vélarbilunar. Vélin lenti innan um bíla sem voru þar á ferð, og varð að vonum uppi fótur og fit. Flugsýningin Oshkosh stendur nú yfir í Wisconsin en þar safnast meðal annars saman eigendur bæði gamalla herflugvéla og allskonar furðufarartækja. William J. Leff var þar mættur ásamt syni sínum á T-6 kennsluvél úr síðari heimsstyrjöldinni. T-6 vélarnar gengu undir nafninu Harward í Bretlandi og nokkrar slíkar hafa verið keyptar hingað til lands. Leff feðgarnir voru á flugi nokkuð frá flugvellinum þegar mótorinn byrjaði að hiksta og drap svo á sér. Þeir voru of langt frá vellinum til þess að geta svifið þangað vélarvana og gripu því til þess ráðs að nauðlenda á næsta þjóðvegi. Sem betur fór tókst þeim að finna auðan kafla þar sem þeir gátu sett vélina niður á þessum annars fjölfarna vegi. Lendingin gekk ágætlega, en þó nokkrar skemmdir á hægri vængnum sem sópaði burt öllum umferðarskiltum sem voru hægra megin við veginn. Mörghundruð þúsund bandarískir herflugmenn hafa byrjað flugnám sitt á T-6 vélunum og þær voru einnig eitthvað notaðar til sprengjuárása bæði í síðari heimsstyrjöldinni og Kóreu stríðinu. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Kennsluflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni var nauðlent á þjóðvegi í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær vegna vélarbilunar. Vélin lenti innan um bíla sem voru þar á ferð, og varð að vonum uppi fótur og fit. Flugsýningin Oshkosh stendur nú yfir í Wisconsin en þar safnast meðal annars saman eigendur bæði gamalla herflugvéla og allskonar furðufarartækja. William J. Leff var þar mættur ásamt syni sínum á T-6 kennsluvél úr síðari heimsstyrjöldinni. T-6 vélarnar gengu undir nafninu Harward í Bretlandi og nokkrar slíkar hafa verið keyptar hingað til lands. Leff feðgarnir voru á flugi nokkuð frá flugvellinum þegar mótorinn byrjaði að hiksta og drap svo á sér. Þeir voru of langt frá vellinum til þess að geta svifið þangað vélarvana og gripu því til þess ráðs að nauðlenda á næsta þjóðvegi. Sem betur fór tókst þeim að finna auðan kafla þar sem þeir gátu sett vélina niður á þessum annars fjölfarna vegi. Lendingin gekk ágætlega, en þó nokkrar skemmdir á hægri vængnum sem sópaði burt öllum umferðarskiltum sem voru hægra megin við veginn. Mörghundruð þúsund bandarískir herflugmenn hafa byrjað flugnám sitt á T-6 vélunum og þær voru einnig eitthvað notaðar til sprengjuárása bæði í síðari heimsstyrjöldinni og Kóreu stríðinu.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira