Japan: Óttast geislavirkan leka úr kjarnorkuveri Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. júlí 2007 18:36 Japanar óttast nú að geislavirk efni hafi lekið úr stærsta kjarnorkuveri heims í jarðskjálftanum í nótt sem var 6,8 á Richter. Annar jafnsterkur jafðskjálfti reið yfir sama svæði í dag. Að minnsta kosti sjö eru látnir og 800 slasaðir eftir jarðskjálftana. Jarðskjálftinn varð klukkan 10 í morgun að staðartíma og var 6,8 á Richter. Upptök hans voru á sjávarbotni við norðvesturhluta Japan. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá sterkasti var 5,8 á Richter. Það var svo rétt eftir klukkan tvo í dag að íslenskum tíma, eða um ellefu að kvöldi í Japan, að annar skjálfti upp á 6,8 reið yfir sama svæði. Í fyrri jarðskjálftanum láku geislavirk efni með vatni út í sjó og eldur braust út í stærsta kjarnorku veri heims, Kashiwazaki-Kariwa. Sjálfkrafa slökknaði á kjarnakljúfum versins. Alls láku um 1200 lítrar vatns frá verinu, en embættismenn segja að engin umhverfishætta hafi skapast. Hundruð heimila og fyrirtækja eyðilögðust í skjálftanum, vegir sprungu, skriðuföll lokuðu vegum og gríðarmiklar sprungur mynduðust. Rúmlega átta þúsund manns gistu í björgunarskýlum. Shinzo Abe forsætisráðherra Japans gerði hlé á kosningaferðalagi sínu og flaug til þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum í nótt. Hann lofaði að skjótum björgunaraðgerðum og að koma rafmagni og gasflutningum á sem fyrst. Veðurfræðingar spá rigningu næstu tvo daga og er óttast að þær geti skapað frekari skriðuföll. Auk þess er búist við eftirskjálftum á svæðinu út vikuna. Erlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira
Japanar óttast nú að geislavirk efni hafi lekið úr stærsta kjarnorkuveri heims í jarðskjálftanum í nótt sem var 6,8 á Richter. Annar jafnsterkur jafðskjálfti reið yfir sama svæði í dag. Að minnsta kosti sjö eru látnir og 800 slasaðir eftir jarðskjálftana. Jarðskjálftinn varð klukkan 10 í morgun að staðartíma og var 6,8 á Richter. Upptök hans voru á sjávarbotni við norðvesturhluta Japan. Margir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá sterkasti var 5,8 á Richter. Það var svo rétt eftir klukkan tvo í dag að íslenskum tíma, eða um ellefu að kvöldi í Japan, að annar skjálfti upp á 6,8 reið yfir sama svæði. Í fyrri jarðskjálftanum láku geislavirk efni með vatni út í sjó og eldur braust út í stærsta kjarnorku veri heims, Kashiwazaki-Kariwa. Sjálfkrafa slökknaði á kjarnakljúfum versins. Alls láku um 1200 lítrar vatns frá verinu, en embættismenn segja að engin umhverfishætta hafi skapast. Hundruð heimila og fyrirtækja eyðilögðust í skjálftanum, vegir sprungu, skriðuföll lokuðu vegum og gríðarmiklar sprungur mynduðust. Rúmlega átta þúsund manns gistu í björgunarskýlum. Shinzo Abe forsætisráðherra Japans gerði hlé á kosningaferðalagi sínu og flaug til þeirra svæða sem verst urðu úti í skjálftanum í nótt. Hann lofaði að skjótum björgunaraðgerðum og að koma rafmagni og gasflutningum á sem fyrst. Veðurfræðingar spá rigningu næstu tvo daga og er óttast að þær geti skapað frekari skriðuföll. Auk þess er búist við eftirskjálftum á svæðinu út vikuna.
Erlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Sjá meira