Franska lögreglan leitar morðingja sem flúði úr fangelsi Jónas Haraldsson skrifar 15. júlí 2007 15:18 Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga. Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga.
Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira