Átta hermenn létu lífið og 15 slösuðust í sjálfsmorðsárás í norðvesturhluta Pakistan í morgun. Þúsundir hermanna hafa verið fluttir á svæðið undanfarna daga til þess að koma í veg fyrir hugsanlegar aðgerðir herskárra múslima gegn stjórnvöldum í landinu.
Stuðningur við talibana er mikill á svæðinu en það liggur við landamæri Afganistan. Margir klerkar á svæðinu hafa hótað stjórnvöldum í landinu með heilögu stríði vegna meðhöndlunar þeirra á ástandinu í Rauðu moskunni.
