Bush ætlar að bíða eftir skýrslu Petraeus Jónas Haraldsson skrifar 12. júlí 2007 13:46 George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis. Erlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
George W. Bush ætlar sér að bíða eftir skýrslu frá yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Írak áður en hann tekur ákvörðun um hvort að breytt verði um stefnu í Íraksstríðinu. Þá sagði hann að al-Kaída væri ekki jafn burðugt og það var fyrir árásirnar í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Samkvæmt nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar um ástandið í Írak hefur ríkisstjórn Íraks ekki náð nema átta af 18 markmiðum sem hún átti að hafa náð. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hélt fréttamannafund um skýrsluna og efni hennar klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma. Fundurinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fréttamannafundinum sagði Bush að hann myndi bíða eftir skýrslu David Petraeus, herforingjanum sem er yfir málum Bandaríkjanna í Írak, áður en hann tæki nokkra ákvörðun varðandi stefnuna í Írak. Skýrsla Petraeus er væntanleg í september. Hann benti jafnframt á að helmingur markmiðanna hefði náðst og að það væri eitthvað sem fólk mætti ekki gleyma. Til dæmis nefndi hann Anbar héraðið og að það hefði verði talið tapað lengi vel. Í dag er það hins vegar undir stjórn bandamanna. Þá talaði hann einnig um hersveitir súnní múslima sem eru farnar að berjast með bandamönnum gegn al-Kaída og árásum þeirra. Bush sagði einnig að það væri sama fólkið sem skipulegði árásir í Írak og Bandaríkjunum. Þá þyrfti almenningur í að gera sér grein fyrir því að það sem gerist í Írak hefur áhrif í Bandaríkjunum. Skýrslan sem Hvíta húsið kynnir í vikunni verður til umræðu í bandaríska þinginu á næstu dögum og vegna niðurstöðu hennar má búast við að demókratar eigi eftir að sækja hart að setja dagsetningu á brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak. Samkvæmt skýrslunni er ástandið í Írak sérstaklega flókið og að líklegt sé að al-Kaída eigi eftir að fjölga árásum sínum í september mánuði. Þá var ennfremur tekið fram að írakska stjórnin hafi ekki ennþá gert umbætur í olíuframleiðslu sinni. Þá var önnur skýrsla um stöðu al-Kaída á heimsvísu gefin út í vikunni. Í henni var sagt að samtökin væru að sækja í sig veðrið og fullyrt að Bandaríkjunum stafaði jafn mikil hætta af þeim nú og fyrir árásirnar á Tvíburaturnana. Bush sagði við fréttamenn eftir fundinn í dag að svo væri ekki og að ef einhver ógn stafaði af al-Kaída myndi bandarískur almenningur fá að vita af því samstundis.
Erlent Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira