Svört bráðabirgðaskýrsla um Írak Guðjón Helgason skrifar 12. júlí 2007 12:33 Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. Bandaríkjastjórn kynnir þingi skýrsluna í dag. Talið er að í skýrslunni verði skýrt frá því að Írakar eigi langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Fulltrúar Bush Bandaríkjaforseta leggja þó áherslu á að þetta sé aðeins bráðabirgðaskýrsla og endanleg skýrsla liggi fyrir í september. Meðal helstu skilyrða sem sett voru af Bandaríkjaþingi sem skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til herliðsins var að stjórnarskrá landsins yrði breytt þannig að tekið yrði á málefnum héraða, félagar í fyrrverandi stjórnarflokk Saddams Hússeins fengu störf, sett yrðu lög um hvernig skipta ætti olíutekjum og skipan í öryggissveitir yrði jöfn milli þjóðarbrota. Talið er að í skýrslunni komi fram að tekist hafi að ná tæpum helmingi markmiðanna og flest lúti þau að skipan og starfsemi öryggissveita. Á móti er talið að skýrslan verði áfellisdómur á störf Nouris al-Malikis, forsætisráðherra, sem hafi samkvæmt henni ekki tekist að sætta ólík sjónarmið mismunandi þjóðarbrota og ekki náð þeim pólitíska árangri sem talin var þörf á. Fyrrverandi Bathistar hafi átt erfitt með að fá störf og það valdi alvarlegum árekstrum, ekki hafi tekist að sættast á hvernig skipta eigi olíugróðanum. Demókratar á Bandaríkjaþingi og margir flokksfélagar Bandaríkjaforseta í Repúblíkanaflokknum eru ósáttir við þróun mála og vilja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak verði tímasett hið fyrsta. Bandaríkjaforseti hefur á móti hótað því að beita neitunarvaldi á hvert það lagafrumvarp sem tímasetji brotthvarf. Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Íröskum stjórnvöldum hefur aðeins tekist að ná innan við helmingi þeirra markmiða sem Bandaríkjaþing setti um leið og fé var veitt til að fjölga í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Þetta er niðurstaða bráðabirgðaskýrslu sem kynnt verður á Bandaríkjaþingi í dag. Enn fjölgar í hópi flokksfélaga Bush Bandaríkjaforseta sem vill að bandarískt herlið verði kallað heim. Bandaríkjastjórn kynnir þingi skýrsluna í dag. Talið er að í skýrslunni verði skýrt frá því að Írakar eigi langt í land með að ná þeim markmiðum sem sett voru. Fulltrúar Bush Bandaríkjaforseta leggja þó áherslu á að þetta sé aðeins bráðabirgðaskýrsla og endanleg skýrsla liggi fyrir í september. Meðal helstu skilyrða sem sett voru af Bandaríkjaþingi sem skilyrði fyrir aukinni fjárveitingu til herliðsins var að stjórnarskrá landsins yrði breytt þannig að tekið yrði á málefnum héraða, félagar í fyrrverandi stjórnarflokk Saddams Hússeins fengu störf, sett yrðu lög um hvernig skipta ætti olíutekjum og skipan í öryggissveitir yrði jöfn milli þjóðarbrota. Talið er að í skýrslunni komi fram að tekist hafi að ná tæpum helmingi markmiðanna og flest lúti þau að skipan og starfsemi öryggissveita. Á móti er talið að skýrslan verði áfellisdómur á störf Nouris al-Malikis, forsætisráðherra, sem hafi samkvæmt henni ekki tekist að sætta ólík sjónarmið mismunandi þjóðarbrota og ekki náð þeim pólitíska árangri sem talin var þörf á. Fyrrverandi Bathistar hafi átt erfitt með að fá störf og það valdi alvarlegum árekstrum, ekki hafi tekist að sættast á hvernig skipta eigi olíugróðanum. Demókratar á Bandaríkjaþingi og margir flokksfélagar Bandaríkjaforseta í Repúblíkanaflokknum eru ósáttir við þróun mála og vilja að brotthvarf bandarískra hermanna frá Írak verði tímasett hið fyrsta. Bandaríkjaforseti hefur á móti hótað því að beita neitunarvaldi á hvert það lagafrumvarp sem tímasetji brotthvarf.
Erlent Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira