Viðræður hafnar við vígamenn í Rauðu moskunni Jónas Haraldsson skrifar 9. júlí 2007 11:18 Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Pervez Musharraf, forseti Pakistan, hefur skipað samninganefnd til þess að ræða við vígamennina í Rauðu moskunni. Nefndin var skipuð eftir samráðsfund með áhrifamiklum klerkum sem réðu honum gegn því að ráðast inn í moskuna. Umsátrið um moskuna hefur nú staðið yfir í heila viku. Ekki er vitað hversu margir eru enn inni í moskunni en talið er að 50 til 60 vígamenn séu þar inni. Ráðherra í stjórn Musharraf sagði áður að erlendir vígamenn væru í moskunni. Þá er talið að þeir hafi tekið völdin af Abdul Rashid Ghazi, klerkinum sem enn er þar. Vígamenn og öryggissveitir hafa skipst á skotum í morgun en öryggissveitirnar hafa ekki enn ráðist til atlögu. Rauða moskan er fræg fyrir það að vilja koma á sharía lögum í Islamabad. Við hana er Jamia Hafsa bænaskólinn og klerkar moskunnar hafa þar kennt öfgakennd fræði sín, sem eru ekki ósvipuð þeim sem talibanar boða. Moskan og skólinn hafa lengi verið þyrnir í augum yfirvalda en þau hikuðu við að grípa til aðgerða. Þar sem yfirvöld aðhöfðust ekkert og vildu aðeins viðræður, færðu hóparnir sig upp á skaftið. Moskan gerði þá út vopnaða hópa sem gengu um borgina og hótuðu því fólki sem þeir þóttu brjóta gegn sharía-lögum. Þá er talið að vígamennirnir séu ósáttir við fjölda Kínverja í landinu. Fyrir rúmri viku síðan rændi hópur nemenda frá moskunni sjö kínverskum nuddkonum sem hann sakaði um að starfa sem vændiskonur. Kínverjar sendu þá frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem ránin voru fordæmd og rannsóknar var krafist á málinu. Musharraf ákvað þá, eftir mikinn þrýsting frá stjórnarandstöðunni og erlendum stjórnvöldum, að grípa til aðgerða og skipaði öryggissveitum að umkringja moskuna. Þá voru þrír Kínverjar myrtir í árás í gærkvöldi í borginni Peshawar en árásin er talin tengjast atburðunum við Rauðu moskuna.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira