Alan Johnston þakkar vestrænum fjölmiðlum 4. júlí 2007 13:55 Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Breska fréttamanninum Alan Johnston var sleppt í morgun en hann hafði verið í haldi mannræningja á Gaza í 114 daga. Hann hélt fréttamannafund í Jerúsalem í dag og sagði það stórkostlega tilfinningu að vera frjáls á ný. Johnston líkti þolraun sinni við það að vera grafinn lifandi. Honum var lengi vel haldið í einangrun í herbergi þar sem búið var að negla fyrir alla glugga. Hann sagðist oft hafa dreymt um að losna en í hvert sinn hafi hann vaknað á ný í sama herberginu. Hann sagði að hann hefði ekki verið pyntaður á meðan hann var í haldi. Á fréttamannafundi sem hann hélt í Jerúsalem í dag þakkaði hann fjölmiðlum fyrir að hafa haldið lífi í honum. Hann hafði útvarp og gat því hlustað á BBC world Service og fylgst með fréttum af máli sínu. Johnston tók sérstaklega fram að ef það hefði ekki verið fyrir framtak Hamas þá væri hann enn fangi mannræningjanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sínum fyrsta fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag, að Hamas hefði leikið gríðarlega mikilvægt hlutverk. Stuttu eftir að Hamas samtökin komust til valda kröfðust þau þess að Johnston yrði látinn laus og sögðu að þau væru tilbúin að beita valdi ef með þyrfti. Mannræningjarnir, hópur sem kallar sig Her íslam, sagði á móti að ef reynt yrði að beita valdi til þess að bjarga Johnston, yrði hann drepinn. Breska stjórnin biðlaði til Hamas að bíða með aðgerðir af ótta við afleiðingarnar. Það var svo seint í gærkvöldi að liðsmenn Hamas tóku sér stöðu á húsum í kringum bækistöðvar Hers íslam. Viðræður hófust og enduðu á því að Hamas sannfærði áhrifamikinn klerk um að gefa út trúarlega tilskipun, eða Fatwa, þess efnis að sleppa ætti Johnston án skilyrða. Hann var þá látinn laus. Fatah hreyfingin, sem var við völd á Gaza áður en Hamas bolaði þeim í burtu, fagnaði því að Johnston hefði verið frelsaður. Háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, forseta Palestínu og leiðtoga Fatah, sakaði þó Hamas um að hafa unnið með Her íslam og skipulagt allt saman frá upphafi til enda.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira