
Erlent
Írakska ríkisstjórnin samþykkir olíufrumvarp

Írakska ríkisstjórnin samþykkti í dag frumvarp um skiptingu olíuauðs á milli trúar- og þjóðfélagshópa. Næsta skref er að leggja það fyrir þingið og vonast til þess að það verði samþykkt. Samskonar frumvarp var samþykkt af ríkisstjórninni í febrúar síðastliðnum en þá féll það í þinginu þar sem Kúrdar voru á móti því. Þeim fannst þeir ekki fá það sem þeir áttu rétt á.