Læknar meðal grunaðra Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 19:10 Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum. Jórdaninn Mohammed Asha er 26 ára. Hann var handtekinn ásamt 27 ára konu sem talið er að sé kona hans aðfaranótt sunnudags í Cheshire. Ættingjar Asha í heimalandi og læknar sem hann þekkir þar segja hann afburðasnjallan lækni. Ekki geti staðist að hann tengist öfgasamtökum. Faðir hans, Jamil, segist hafa frétt af handtökunni í gegnum fjölmiðla og hefur beið Abdúlla annan, konung Jórdaníu, um að grípa inn í málið. Jamil segir son sinn hafa lokið grunnnámi í Jórdaníu 2004 og farið til Bretlands sama ár til að hefja sérfræðinám í taugaskurðlækningum. Hinn læknirinn, Bilal Abdullah, er annar þeirra sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow. Hann mun hafa lokið námi í Bagdad í Írak 2004 og fengið skráningu sem læknir í Bretlandi tveimur árum síðar. Sjö eru nú í haldi bresku lögreglunnar vegna rannsóknar á málinu en árásin í Glasgow og bílsprengjurnar í Lundúnum tengjast að sögn yfirvalda. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC herma að lögregla í Skotlandi hafi verið byrjuð að fylgjast með mönnunum tveimur sem óku logandi bifreið inn á Glasgow-flugvöll áður en þeir hafi látið til skarar skríða. Nánari upplýsingar um það hafa þó ekki fengist. Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow, þar sem annar árásarmannanna liggur, illa brenndur, var rýmt eftir hádegið í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst með atburðum í Bretlandi. Í tilkynningu frá embættinu segir, að farið hafi verið yfir hvort ástæða sé til að grípa til hertra öryggisaðgerða hérlendis. Á þessu stigi séu engar upplýsingar fyrirliggjandi sem gefa ástæðu til þess. Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Læknir menntaður í Írak og annar frá Jórdaníu eru meðal sjömenninganna sem breska lögreglan hefur í haldi vegna hryðjuverkaárásar í Skotlandi á laugardaginn og bílsprengna sem gerðar voru óvirkar í Lundúnum á föstudaginn. Faðir jórandska læknisins, sem hefur unnið á tveimur sjúkrahúsum á Englandi, segist viss um að sonur sinn tengist ekki hryðjuverkum. Jórdaninn Mohammed Asha er 26 ára. Hann var handtekinn ásamt 27 ára konu sem talið er að sé kona hans aðfaranótt sunnudags í Cheshire. Ættingjar Asha í heimalandi og læknar sem hann þekkir þar segja hann afburðasnjallan lækni. Ekki geti staðist að hann tengist öfgasamtökum. Faðir hans, Jamil, segist hafa frétt af handtökunni í gegnum fjölmiðla og hefur beið Abdúlla annan, konung Jórdaníu, um að grípa inn í málið. Jamil segir son sinn hafa lokið grunnnámi í Jórdaníu 2004 og farið til Bretlands sama ár til að hefja sérfræðinám í taugaskurðlækningum. Hinn læknirinn, Bilal Abdullah, er annar þeirra sem handtekinn var á flugvellinum í Glasgow. Hann mun hafa lokið námi í Bagdad í Írak 2004 og fengið skráningu sem læknir í Bretlandi tveimur árum síðar. Sjö eru nú í haldi bresku lögreglunnar vegna rannsóknar á málinu en árásin í Glasgow og bílsprengjurnar í Lundúnum tengjast að sögn yfirvalda. Heimildir breska ríkisútvarpsins BBC herma að lögregla í Skotlandi hafi verið byrjuð að fylgjast með mönnunum tveimur sem óku logandi bifreið inn á Glasgow-flugvöll áður en þeir hafi látið til skarar skríða. Nánari upplýsingar um það hafa þó ekki fengist. Svæði í kringum Royal Alexandra spítalann í Paisley hverfinu í Glasgow, þar sem annar árásarmannanna liggur, illa brenndur, var rýmt eftir hádegið í dag og sprengja látin springa þar undir stjórn lögreglu. Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur fylgst með atburðum í Bretlandi. Í tilkynningu frá embættinu segir, að farið hafi verið yfir hvort ástæða sé til að grípa til hertra öryggisaðgerða hérlendis. Á þessu stigi séu engar upplýsingar fyrirliggjandi sem gefa ástæðu til þess.
Erlent Fréttir Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira