Tveir handteknir vegna árásanna í Bretlandi Jónas Haraldsson Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 06:56 Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað. Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Lögreglan í Bretlandi handtók í morgun tvo menn í tengslum við árásarinnar í Glasgow. Fimm manns voru þegar í haldi lögreglu og hafa því sjö verið handteknir vegna málsins. Af þeim höfðu tveir starfað sem læknar í Englandi áður en þeir létu til skarar skríða. Mennirnir tveir náðust í Paisley hverfinu í Glasgow í morgun. Annar þeirra er 25 ára og hinn er 28 ára. Ekki er vitað um þjóðerni þeirra en lögreglan sagði aðeins að þeir væru ekki skoskir. Þeir voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga. Fimm einstaklingar voru handteknir um helgina. Allir eru þeir ættaðir frá Mið-Austurlöndum. Tveir þeirra störfuðu sem læknar í Bretlandi áður en þeir létu til skarar skríða. Embættismenn frá Jórdaníu hafa staðfest að annar læknanna sé þaðan. Samkvæmt heimildum BBC, breska ríkisútvarpsins, heitir annar þeirra Dr. Mohammed Asha.Kveikibúnaðurinn virkaði ekkiBenzinn sem fannst í miðborg Lundúna við Haymarket götu. Í honum var bensín, gas og naglar.MYND/AFPSamkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Mail reyndu tilræðismennirnir að hringja í farsíma sem tengdir voru við sprengjur í tveimur bílum sem fundust í miðborg Lundúna á föstudaginn. Símar voru tengdir við þær og átti að hringja í þá til að fjarstýra sprengjunum. Að sögn blaðsins var tvívegis hringt í síman í öðrum bílnum og fjórum sinnum í símann í hinum. Kveikibúnaðurinn hafi ekki virkað. Heimildir blaðsins herma einnig að forsprakki hryðjuverkahópsins sé jórdanski læknirinn sem var handtekinn ásamt konu sinni í bíl í Cheshire á Norður-Englandi aðfaranótt sunnudags. Þá var búið að rekja símtöl í farsímana í bílnunum til húsa í Glasgow, Liverpool og Staffordskíri. Blaðið hefur einnig eftir heimildarmönnum að annar mannanna sem var í logandi jeppabifreið sem ekið var í flugstöðina á Glasgow flugvelli á laugardaginn sé læknir, hugsanlega frá Írak. VIðbúnaður á hæsta stigiJeppinn sem ekið var á flugstöðvarbygginguna í Glasgow.MYND/AFPLögreglan segir að árásirnar í borgunum tveimur tengist og enn sé veruleg hætta á frekari árásum. Yfirvöld í Bretlandi hækkuðu viðbúnaðarstigið í landinu vegna atburðanna og er það nú á hæsta mögulega stigi. Almenningi hefur verið sagt að búast við töfum á flugvöllum og lestarstöðvum vegna rannsóknar á málinu. Þá hefur lögreglumönnum verið fjölgað við slíka staði.Bandarísk yfirvöld ákváðu einnig að fjölga lögreglumönnum um borð í flugvélum á leið yfir Atlantshafið eftir atburði helgarinnar þrátt fyrir að engar vísbendingar hafi borist um væntanlegar árásir gegn bandarískum skotmörkum.Innanríkisráðherra gefur frá sér yfirlýsingu síðar í dagJacqui Smith sést hér funda með Gordon Brown (t.h.) og Alan West, yfirmanni öryggismála innanlands, (t.v.) þann 29. júní síðastliðinn.MYND/AFPJacqui Smith, nýr innanríkisráðherra Bretlands, mun gefa frá sér yfirlýsingu um málið á breska þinginu síðar í dag. Smith sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að nauðsynlegt væri að komast að því hvernig öfgasamtök fara að því að fá nýja meðlimi til liðs við sig. Þá sagðist hún ánægð með það hversu vel rannsókn lögreglunnar miðaði.Hún neitaði þó að tjá sig um þær fullyrðingar bandarísku leyniþjónustunnar að vitað hefði verið að möguleiki væri á árás í Glasgow áður en árásin átti sér stað.
Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira