Vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 19:24 Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur. Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Dönsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa 10 ára kínverskri stúlku úr landi eftir 9 mánaða dvöl. Móðir hennar hefur búið í Danmörku í 6 ár og taldi víst að hún fengi dvalarleyfi. Stúlkan verður send aftur til Kína en þar á hún hvergi höfði að halla. Innflytjendalögunum dönsku var breytt árið 2004 þannig að skilyrði fyrir dvalarleyfi og ríkisborgararétti voru hert. Í fyrra bárust yfirvöldum umsóknir um leyfi eða rétt fyrir 1.262 börn aðfluttra Dana, 467 börnum úr þeim hópi var vísað frá. Kaiwen Tang er 10 ára og frá Kína. Móðir hennar, Xiaoling Rossen, flutti til Danmerku fyrir 6 árum. Fyrir 9 mánuðum kom Kaiwen til hennar og töldu þær fullvíst að hún fengi dvalarleyfi. Svo varð ekki og nú á að vísa henni úr landi. Xiaoling segir að þær mæðgur harmi ákvörðunina. Xiaoling segist ekki hafa getað tekið dóttur sína með sér til Danmerkur fyrir sex árum því þá hafi faðir hennar í Kína haft forræði. Nú sé faðir hennar mikið veikur og ekki vitað hvert Kaiwen eigi að fara þegar hún kemur aftur til Kína. Innflytjendastofnun í Danmörku segir grun leika á að Kaiwen aðlagist illa dönsku samfélagi og því er henni neitað um dvalarleyfi. Einnig er vísað til níundu greinar laganna. Henriette Kjær, ráðherra innflytjendamála, segir að þegar lögin hafi verið samþykkt hafi þeim ekki væri ætlað að stíja í sundur börnum og foreldrum. Þeim hafi hins vegar verið ætlað að koma í veg fyrir að börn aðfluttra Dana væru alin upp í öðru landi, heimalandinu, og þau síðan flutt til Danmerkur til að sækja menntun. Stine Brandt Larsen, forsvarskona innflytjendamiðstöðvar í Kaupmannahöfn, segir það ekki tilgang mæðgnanna. Þær vilji jú bara lifa saman. Morten Bødskov, talsmaður jafnaðarmanna í dómsmálum, segir að ráðherra verði beðinn um að gera grein fyrir því hvernig lögin hafi virkað og hvort dæmi sem nú séu skoðuð séu dæmigerð. Reynist það svo eigi ráðherra vanda á höndum. Henriette Kjær segir þriggja ára reynslu nú komna á lögin og þau skuli skoða aftur.
Erlent Fréttir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira