Óttast árás Guðjón Helgason skrifar 1. júlí 2007 18:30 Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen. Erlent Fréttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Breska lögeglan segir ljóst að hryðjuverkaárásin á Glasgow flugvelli í gær tengist bílsprengjunum sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Fimm hafa verið handteknir og fleiri er leitað. Hæsta viðbúnaðarstig er nú í gildi á Bretlandi - sem þýðir að yfirvöld telja að árás sé yfirvofandi. Viðbúnaðarstigið var aukið í gærkvöldi. Breska lögreglan handtók konu og mann á þrítugsaldri í nótt og mann á þrítugsaldri í Liverpool í dag. Leit gerð í tveimur húsum þar í borg og einnig í húsum í Newcastle og Glasgow. Fyrir voru tveir menn í haldi skosku lögreglunnar. Þeir voru á bílnum sem ekið var logandi inn í aðal flugstöðina í borginni í gær. Annar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi enda kviknaði í fötum hans. Hann er sagður í lífshættu og með brunasár á níutíu prósent af líkama sínum. Sprengjusérfræðingar hersins voru kallaðir að sjúkrahúsinu síðdegis og þeim falið að fjarlægja og sprengja grunsamlega bifreið sem óttast var að ætti að nota til hryðjuverka. Á blaðamannafundi síðdegis sagði talsmaður lögreglu að skýr tengsl væru milli árásarinnar í gær og tveggja bílsprengja sem fundust í miðborg Lundúna í fyrradag. Hann óskaði eftir aðstoð almennings við rannsóknina. Gordon Brown, forsætisráðherra sagði slíkt hið sama. Hann sagði að borgarar yrðu að vera á varðbergi. Skilaboðin sem yrðu að berast frá Bretlandi og Bretum væri að þeir ætluðu ekki að brotna niður, þeim yrði ekki ógnað og allt yrði gert til að koma í veg fyrir að grafið yrði undan lífstíl þeirra. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry fór að orðum forsætisráðherrans og aflýstu ekki minningartónleikum um móður sína, Díönu prinsessu, sem haldnir voru á Wembley leikvanginum í dag. Díana hefði orðið fjörutíu og sjö ára í dag hefði hún lifað og áratugur í næsta mánuði frá því hún lést í bílslysi í París. Meðal þeirra sem skemmtu gestum voru Duran Duran, Elton John, Tom Jones, P. Diddy, Joss Stone og ungstyrnið Lily Allen.
Erlent Fréttir Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira