Reykingabann tekur gildi á Englandi Guðjón Helgason skrifar 30. júní 2007 19:32 Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli. Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Reykingabann á opinberum stöðum tekur gildi á Englandi á miðnætti og þar með gildir bann á öllum Bretlandseyjum. Bannað verður að reykja á knæpum og engar undanþágur veittar. Segja margir það ósanngjarnt gagnvart þeim sem reka sérstakar vindla- og vatnspípukrár. Bann tók gildi í Skotlandi í mars í fyrra og á Norður-Írlandi og í Wales í apríl síðastliðnum. Sérfróðir segja bannið hafa slæm áhrif á breska menningu sem og fjölþjóðlega víða á Bretlandseyjum. Bannið taki einnig til staða þar sem gert sé út á þjónustu við reykingafólk - þar á meðal eru sérstakar knæpur fyrir vindlareykingamenn. Randal Macdonald, eigandi knæpu þar sem vindlareykingar eru í hávegum hafðar, segir réttast að veita undanþágur líkt og á Spáni og Ítalíu, það hafi verið lagt til í Frakklandi og New York sem og víðar í Bandaríkjunum. Þar geti reykingamenn reykt í herbergjum sem starfsfólk komi ekki inn í. Ekki gangi að reka fólk út, sérstaklega ekki vindlareykingamenn. Það sé óvirðing við reykingafólk og valdi almenningi óþægindum. Macdonald segir reykingahefðir Englendinga í hættu vegna bannsins. Knæpur sem bjóða upp á vatnspípureykingar eru einnig í hættu. Ibrahim El-Nour rekur knæpu sem býður upp á vatnspípur. Hann segir þær mikinn hluta af menningu araba og helstu tekjulind staðarins. Verði ekki veitt undanþága fari staðir sem þessir á hausinn en þeir hafi verið helsti viðkomustaður ungs fólks. Ekki er þó allir ósáttir við bannið og benda á kosti þess. Martin Dockell, baráttumaður gegn reykingum, bendir á að hver megi gera það sem hann vilji við eigin líkama en ekki við líkama annarra og það skipti mestu í þessu máli.
Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira