Naglar, gas og bensín í sprengjunni í Lundúnum Jónas Haraldsson skrifar 29. júní 2007 07:39 Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn. Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn.
Erlent Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira