Naglar, gas og bensín í sprengjunni í Lundúnum Jónas Haraldsson skrifar 29. júní 2007 07:39 Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn. Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum fann og gerði óvirka sprengju sem fannst í bíl nærri Piccadilly Circus í miðborginni í nótt. Sprengjan er sögð hafa verið stór. Sprengjusveit lögreglunnar var kölluð til og sprengdi hún hana í loft upp. Í bílnum fundust naglar og mikið af bensíni og gasi í kútum. Ein af heimildum BBC innan lögreglunnar sagði að um stórt tæki hefði verið að ræða og að allt hverfið í kring hefði verið í mikilli hættu vegna sprengjunnar. Vitni sögðu að þau hefðu séð lögreglu bera gaskúta úr bílnum, sem var silfurlitaður Mercedes Benz. Dyraverðir í næturklúbbi í hverfinu sögðu að bílnum hefði verið ekið óreglulega þangað til hann hefði klesst á ruslatunnu. Ökumaðurinn hefði þá látið sig hverfa. Sjúkrabíll var kallaður að næturklúbbi í hverfinu og sáu sjúkraflutningamenn reyk standa upp úr bílnum. Þeir létu lögregluna vita og kom hún þá á vettvang. Stuttu síðar var sprengjan gerð óvirk. Hryðjuverkadeild lögreglunnar í Lundúnum er nú að rannsaka málið. Mikill fjöldi rannsóknarmanna er á staðnum en bíllinn hefur verið fjarlægður af staðnum. Lögreglan lýsir nú eftir vitnum að mannaferðum við bílinn og er sem stendur að skoða myndbönd úr eftirlitsmyndavélum í miðbænum. Neðanjarðarlestarstöðin á Piccadilly Circus er lokuð vegna atburðanna og almenningsvögnum er beint inn á aðrar leiðir. Þúsundir komast ekki til vinnu sinnar vegna atburðarins. Ekkert er vitað um hver gæti borið ábyrgð á sprengjunni en yfirvöld segja ýmsa möguleika í stöðinni. Eftirlit hefur verið hert til muna í miðborg Lundúna vegna atviksins en lögreglan útilokar ekki að fleiri sprengjur gæti verið að finna í borginni. Neyðarnefnd breska ríkisins, COBRA, mun funda síðar í dag vegna málsins. Það var aðeins í gær sem ný ríkisstjórn Gordons Brown fundaði í fyrsta sinn.
Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira