Boðar breytingar Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 18:30 Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira