Boðar breytingar Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 18:30 Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs. Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Gordon Brown boðaði breytingar og nýja forgangsröðun þegar hann tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í dag. Þingmenn allra flokka á breska þinginu hylltu Tony Blair eftir að hann flutti síðasta ávarp sitt á þinginu í morgun. Síðdegis sagði Blair af sér þingmennsku en hann tekur við embætti sérstaks erindreka fjórveldanna svo kölluðu í friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Flutningabílar voru komnir að dvalarstað forsætisráðherra í Downing-stræti tíu snemma í morgun. Rýma þurfti fyrir Brown og hans fjölskyldu. Á ellefta tímanum gekk svo Blair út úr ráðherrabústaðnum og hélt í þinghúsið þar sem hann svaraði spurningum þingmanna í síðasta sinn. Þar var tekist á um ýmis mál en í tilefni dagsins var Blair þó ekki meðhöndlaður alveg af sömu hörku og fyrr. David Cameron, leiðtogi Íhaldsmanna lauk lofsorði á Blair og sagði afrek að gegna embætti forsætisráðherra í tíu ár. Margt hefði hann auk þess afrekað - eins og að tryggja frið á Norður-Írlandi. Fyrir hönd sín og flokksins óskaði hann Blair og fjölskyldu hans velfarnaðar í hverju því sem þau tækju sér fyrir hendur í framtíðinni. Blair þakkaði þessi vinsamlegu orð og óskaði Cameron velfarnaðar á öllum sviðum nema því pólitíska. Forsætisráðherrann fyrrverandi sagðist frá fyrsta degi hafa fengið hnút í magann áður en hann gekk á fund þingmanna í fyrirspurnartímum og engin undantekning hafi verið á því í dag. Að lokum óskaði hann vinum sem og óvinum velfarnaðar og sagði starfi sínu sem forsætisráðherra þar með lokið. Þingmenn Verkamannaflokksins klöppuðu Blair þá lof í lófa og Cameron skipaði öllum Íhaldsmönnum að standa á fætur og hylla hann einnig. Stjórnmálaskýrendur í Bretlandi segja þetta hafa verið sögulega stund - ekki hafi fráfarandi forsætisráðherra verið hylltur jafn innilega fyrr. Frá þinghúsinu hélt Blair í Buckingham-höll þar sem hann greindi Elísabetu annari Englandsdrottningu frá afsögn sinni. Gordon Brown, fjármálaráðherra, kom í höllina fljótlega eftir að Blair gekk af fundi drottningar og og varð við ósk hennar um að mynda nýja ríkisstjórn. Eftir óvenju langan fund með drottningu hélt nýji forsætisráðherrann í Downing-stræti tíu ásamt eiginkonu sinni, Söruh Macauley. Þar ávarpaði hann fjölmiðla í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Brown sagði þetta nýja stjórn sem myndi setja ný mál í forgang. Honum hefði verið veittur sá heiður að þjóna landi sínu. Hann sagði breytinga þörf í heilbrigðis- og menntakerfinu. Brown ætlar að tryggja þeim þak yfir höfuðið sem ekki hafi haft ráð á því hingað til og um leið auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum. Síðdegis sagði svo Tony Blair af sér þingmennsku en það er þó ekki sjálfgefið í breskum stjórnmálum. Bæði Margaret Thatcher og John Major, fyrrverandi forsætisráðherrar Íhaldsflokksins, sátu bæði um tíma á þingi eftir að valdatíma þeirra lauk. Blair verður sérstakur erindreki fjórveldanna svo kölluðu, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna og Rússlands, sem reyna að miðla málum fyrir botni Miðjarðarhafs.
Erlent Fréttir Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira