Þrír látnir eftir flóð í Bretlandi Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 26. júní 2007 12:59 Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið. Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Þrír eru látnir eftir hellirigningar og flóð á norðurhluta Englands og fjöldi fólks er slasað. Hjálparsveitir höfðu ekki undan að bjarga fólki af húsþökum, bílastæðum og verksmiðjuhúsnæðum. Hundruð manna hafa verið flutt af heimilum sínum og þúsundir eyddu nóttinni í björgunarskýlum. Hellirigningar í gær urðu til þess að neyðarástand skapaðist víða á norðurhluta Englands þegar flóð lokuðu vegum og bæjum. Unnið hefur verið að því í allan dag að dæla vatni úr Ulley stíflunni við Sheffield til að forða því að hún bresti og vatn flæði yfir rafmagnsstöð og ryðji niður rafmagnslínum í nágrenninu. Fjöldi heimila nálægt stíflunni hafa verið rýmd. Þyrlur breska flughersins höfðu ekki undan að bjarga fólki sem var fast á bílum eða þökum húsa. Í Sheffield, 270 kílómetra norður af London, var ástandið hvað verst og þar hrjáði rafmagnsleysi einnig sum svæðin. Hundruð voru flutt á brott þar sem fólk var innilokað á skrifstofum eða verksmiðjum og bjarga þurfti hundruð til viðbótar af heimilum sínum. Þá var fólk innilokað á bílastæðum. Sumir þurftu að bíða tímunum saman áður en þeim var bjargað. Óttast var að Ulley stíflan brysti og var M1 hraðbrautinni lokað á svæði við stífluna um tíma. Þrír létust. Flóðið þreif með sér ungling sem var á leið heim úr skóla og lík hans fannst undir kvöld í gær. Maður á sjötugsaldri var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi eftir að hann reyndi að komast yfir götu. Og þriðji maðurinn lést svo eftir að hann festist í ræsi, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir björgunarmanna í þrjá klukkutíma að losa hann. Þúsundir gistu tímabundin björgunarskýli sem komið var fyrir í skólum og félagsmiðstöðvum. Breska verðurstofan segir úrkomuna síðasta sólarhringinn vera sem svarar einum sjötta árlegrar úrkomu. Hún varar við áframhaldandi flóðum, en telur það versta yfirstaðið.
Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira